Bræðurnir kunna þetta Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. febrúar 2011 00:01 Óskarsverðlaunaefni Jeff Bridges og Hailee Steinfeld í hlutverkum sínum í True Grit. Bíó True Grit. Leikstjóri: Joel Coen, Ethan Coen Leikarar: Jeff Bridges, Matt Damon, Josh Brolin, Hailee Steinfeld, Barry Pepper. Fólki fannst fyrstu myndir Coen-bræðra nýstárlegar og húmorinn ferskur. Árin hafa liðið og myndirnar eru orðnar ansi margar. En húmor Coen-bræðra er ekki enn farinn að sýna nein þreytumerki. Óviðjafnanleg persónusköpun bræðranna er þeirra helsta einkenni, auk bráðfyndinna samtala, og þessi atriði skína ætíð í gegn, hvort sem sögusviðið er Mississippi á kreppuárunum eða Los Angeles nútímans. Í True Grit heimsækjum við villta vestur Coen-bræðra og fylgjumst með táningsstúlkunni Mattie Ross (Hailee Steinfeld) sem ræður löggæslumanninn Rooster Cogburn (Jeff Bridges) til þess að leita morðingja föður síns. Cogburn er drykkfelldur hrotti sem er þekktur fyrir að skjóta fyrst og spyrja svo, og því tilvalinn í verkið. Í för með þeim slæst síðan uppskafningslegur lögreglumaður frá Texas, LaBoeuf, sem leikinn er af Matt Damon, en hann á einnig hagsmuna að gæta og freistar þess að ná ódæðismanninum fyrir annan glæp sem hann framdi áður. Myndin er byggð á sömu bók og samnefnd kvikmynd frá 1969, en þar voru þeir John Wayne og Glen Campbell í helstu hlutverkum. Leikararnir skila sínu og gott betur. Jeff Bridges er stórkostlegur í hlutverki þvoglumælta fylliraftsins og ekki er á allra færi að skilja hvað hann segir. Nýliðinn Steinfeld stendur sig eins og hetja. Bæði eru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðuna, Bridges í flokki aðalleikara en Steinfeld sem besta leikkona í aukahlutverki. Þetta þykir mér (og fleirum) furðulegt, enda er Mattie Ross augljós aðalpersóna True Grit og mikið mæðir á leikkonunni. Matt Damon er sprenghlægilegur og þeir Josh Brolin og Barry Pepper eru stórskemmtileg illmenni. Ég ætlaði nú varla að þekkja Pepper, svona illa tenntan og viðurstyggilegan. Taktur myndarinnar er hægur en góður. Húmor Coen-bræðra virkar jafn vel í villta vestrinu og annars staðar. True Grit verður þó að teljast sem ein af alvörugefnari verkum bræðranna, og þó stutt sé í glensið tekur myndin afar dramatíska stefnu undir lokin. Þetta hafa Coen-bræður alltaf gert vel og kunna það greinilega ennþá. Eftir stendur glæsileg mynd, spennandi og spaugileg, og aðdáendur bræðranna geta strax farið að hlakka til næstu myndar. Þeir virðast ekki kunna að gera annað en að gera skemmtilegt bíó. Niðurstaða: Aðdáendur Coen-bræðra fá heilmikið fyrir sinn snúð. Andi Fargo og Blood Simple svífur yfir vötnum. Lebowski-sprellið bíður betri tíma. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó True Grit. Leikstjóri: Joel Coen, Ethan Coen Leikarar: Jeff Bridges, Matt Damon, Josh Brolin, Hailee Steinfeld, Barry Pepper. Fólki fannst fyrstu myndir Coen-bræðra nýstárlegar og húmorinn ferskur. Árin hafa liðið og myndirnar eru orðnar ansi margar. En húmor Coen-bræðra er ekki enn farinn að sýna nein þreytumerki. Óviðjafnanleg persónusköpun bræðranna er þeirra helsta einkenni, auk bráðfyndinna samtala, og þessi atriði skína ætíð í gegn, hvort sem sögusviðið er Mississippi á kreppuárunum eða Los Angeles nútímans. Í True Grit heimsækjum við villta vestur Coen-bræðra og fylgjumst með táningsstúlkunni Mattie Ross (Hailee Steinfeld) sem ræður löggæslumanninn Rooster Cogburn (Jeff Bridges) til þess að leita morðingja föður síns. Cogburn er drykkfelldur hrotti sem er þekktur fyrir að skjóta fyrst og spyrja svo, og því tilvalinn í verkið. Í för með þeim slæst síðan uppskafningslegur lögreglumaður frá Texas, LaBoeuf, sem leikinn er af Matt Damon, en hann á einnig hagsmuna að gæta og freistar þess að ná ódæðismanninum fyrir annan glæp sem hann framdi áður. Myndin er byggð á sömu bók og samnefnd kvikmynd frá 1969, en þar voru þeir John Wayne og Glen Campbell í helstu hlutverkum. Leikararnir skila sínu og gott betur. Jeff Bridges er stórkostlegur í hlutverki þvoglumælta fylliraftsins og ekki er á allra færi að skilja hvað hann segir. Nýliðinn Steinfeld stendur sig eins og hetja. Bæði eru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðuna, Bridges í flokki aðalleikara en Steinfeld sem besta leikkona í aukahlutverki. Þetta þykir mér (og fleirum) furðulegt, enda er Mattie Ross augljós aðalpersóna True Grit og mikið mæðir á leikkonunni. Matt Damon er sprenghlægilegur og þeir Josh Brolin og Barry Pepper eru stórskemmtileg illmenni. Ég ætlaði nú varla að þekkja Pepper, svona illa tenntan og viðurstyggilegan. Taktur myndarinnar er hægur en góður. Húmor Coen-bræðra virkar jafn vel í villta vestrinu og annars staðar. True Grit verður þó að teljast sem ein af alvörugefnari verkum bræðranna, og þó stutt sé í glensið tekur myndin afar dramatíska stefnu undir lokin. Þetta hafa Coen-bræður alltaf gert vel og kunna það greinilega ennþá. Eftir stendur glæsileg mynd, spennandi og spaugileg, og aðdáendur bræðranna geta strax farið að hlakka til næstu myndar. Þeir virðast ekki kunna að gera annað en að gera skemmtilegt bíó. Niðurstaða: Aðdáendur Coen-bræðra fá heilmikið fyrir sinn snúð. Andi Fargo og Blood Simple svífur yfir vötnum. Lebowski-sprellið bíður betri tíma.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira