Umfjöllun: Stórleikur Ólafs dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2011 21:04 Mynd/Anton Ólafur Guðmundsson lét mikið af sér kveða með FH-liðinu í kvöld er hann skoraði alls ellefu mörk gegn Fram í N1-deild karla. Það dugði þó ekki til þar sem að liðin skildu jöfn, 26-26. Keppni í deildinni hófst aftur í kvöld eftir vetrarhlé en í leiknum áttust við liðin í öðru og þriðja sætinu. Framarar voru mjög heitir fyrir fríið og unnu átta af síðustu níu leikjum sínum. FH-ingum var spáð góðu gengi í haust en eftir ágæta byrjun fór liðið að hiksta og tapaði mikilvægum leikjum gegn sterkustu liðum deildarinnar. FH lauk þó hausttörninni á ágætum nótum og vann síðustu tvo leiki sína fyrir frí. Liðin voru greinilega ólm í að byrja eftir vetrarhléið og byrjuðu bæði af miklum krafti. Sóttu hratt á andstæðinginn og skoruðu mikið af mörkum. En eftir þessa góðu byrjun fóru bæði lið að gera mistök í sóknarleiknum og töpuðu nokkrum boltum. FH-ingar gerðu sínu meira af þessu og því tóku Framarar fljótlega frumkvæðið í leiknum. En í stöðunni 10-7 skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og komust yfir. Markverðirnir í báðum liðum voru byrjaðir að verja vel en gestirnir úr Hafnarfirði nýttu skotin sín betur og voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Ólafur Guðmundsson hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu til þessa en kom af miklum krafti. Hann skoraði alls helming marka FH í fyrri hálfleik, þar af sex af fyrstu átta mörkum sinna manna í leiknum. Óhætt er að segja að hann hafi átt stórleik í kvöld auk þess sem að leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson hélt uppteknum hætti frá fyrri hluta tímabilsins og var FH-ingum afar drjúgur. Andri Berg Haraldsson byrjaði einnig af miklum krafti í liði FH en fékk tvær brottvísanir snemma í leiknum og fékk því minna að spila í fyrri hálfleik en ella. Það var jafnt á nánast öllum tölum í síðari hálfleik og ríkti spenna í leiknum allt fram á síðustu mínútu. Framarar skoruðu rendar fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleik og fór þar Róbert Aron Hostert mikinn. Hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá sjö mörk. Báðir markverðir, þeir Magnús Erlendsson hjá Fram og Pálmar Pétursson hjá FH, sýndu líka fína takta í síðari hálfleik og vörðu báðir víti og úr nokkrum dauðafæri. Sigurinn hefði getað dottið báðum megin en það voru Framarar sem voru með frumkvæðið síðustu mínúturnar og fengu síðustu sóknina. En vörn FH náði að standa sína plikt og skila góðu útivallarstigi í hús. Þeir Ólafur og Ásbjörn skoruðu 21 af 26 mörkum FH í leiknum. Hægri vængurinn skilaði litlu sem engu í leiknum og hlýtur að vera áhyggjuefni. Framarar gátu stólað á meiri breidd í kvöld en bæði lið gerðu þó sín mistök í leiknum og töpuðu nokkuð mörgum boltum. Leikurinn var þó hin besta skemmtun sem veit á gott fyrir síðari hluta tímabilsins í deildinni.Fram - FH 26 - 26 (13 - 14)Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Andri Berg Haraldsson 4 (9), Einar Rafn Eiðsson 3/2 (5/3), Matthías Daðason 3 (5), Arnar Birkir Hálfdánarson 2 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Jóhann Gunnar Einarsson 1 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Magnús Stefánsson (2)Varin skot: Magnús Erlendsson 20/1 (46/2, 43%) Hraðaupphlaup: 4 (Andri Berg 2, Haraldur 1, Matthías 1) Fiskuð víti: 3 (Halldór Jóhann 1, Haraldur 1, Róbert Aron 1) Utan vallar: 10 mínúturMörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 12 (17), Ásbjörn Friðriksson 9/1 (13/2), Baldvin Þorsteinsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 1 (1), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2), Hjörtur Hinriksson 1 (4), Brynjar Geirsson (1), Sigurgeir Árni Ægisson (1), Halldór Guðjónsson (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (30/3, 43%), Daníel Freyr Andrésson 2 (11, 18%) Hraðaupphlaup: 5 (Ásbjörn 2, Baldvin 1, Ólafur 1, Ólafur A. 1) Fiskuð víti: 2 (Baldvin 1, Brynjar 1) Utan vallar: 6 mínútur Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Olís-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Ólafur Guðmundsson lét mikið af sér kveða með FH-liðinu í kvöld er hann skoraði alls ellefu mörk gegn Fram í N1-deild karla. Það dugði þó ekki til þar sem að liðin skildu jöfn, 26-26. Keppni í deildinni hófst aftur í kvöld eftir vetrarhlé en í leiknum áttust við liðin í öðru og þriðja sætinu. Framarar voru mjög heitir fyrir fríið og unnu átta af síðustu níu leikjum sínum. FH-ingum var spáð góðu gengi í haust en eftir ágæta byrjun fór liðið að hiksta og tapaði mikilvægum leikjum gegn sterkustu liðum deildarinnar. FH lauk þó hausttörninni á ágætum nótum og vann síðustu tvo leiki sína fyrir frí. Liðin voru greinilega ólm í að byrja eftir vetrarhléið og byrjuðu bæði af miklum krafti. Sóttu hratt á andstæðinginn og skoruðu mikið af mörkum. En eftir þessa góðu byrjun fóru bæði lið að gera mistök í sóknarleiknum og töpuðu nokkrum boltum. FH-ingar gerðu sínu meira af þessu og því tóku Framarar fljótlega frumkvæðið í leiknum. En í stöðunni 10-7 skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og komust yfir. Markverðirnir í báðum liðum voru byrjaðir að verja vel en gestirnir úr Hafnarfirði nýttu skotin sín betur og voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Ólafur Guðmundsson hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu til þessa en kom af miklum krafti. Hann skoraði alls helming marka FH í fyrri hálfleik, þar af sex af fyrstu átta mörkum sinna manna í leiknum. Óhætt er að segja að hann hafi átt stórleik í kvöld auk þess sem að leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson hélt uppteknum hætti frá fyrri hluta tímabilsins og var FH-ingum afar drjúgur. Andri Berg Haraldsson byrjaði einnig af miklum krafti í liði FH en fékk tvær brottvísanir snemma í leiknum og fékk því minna að spila í fyrri hálfleik en ella. Það var jafnt á nánast öllum tölum í síðari hálfleik og ríkti spenna í leiknum allt fram á síðustu mínútu. Framarar skoruðu rendar fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleik og fór þar Róbert Aron Hostert mikinn. Hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá sjö mörk. Báðir markverðir, þeir Magnús Erlendsson hjá Fram og Pálmar Pétursson hjá FH, sýndu líka fína takta í síðari hálfleik og vörðu báðir víti og úr nokkrum dauðafæri. Sigurinn hefði getað dottið báðum megin en það voru Framarar sem voru með frumkvæðið síðustu mínúturnar og fengu síðustu sóknina. En vörn FH náði að standa sína plikt og skila góðu útivallarstigi í hús. Þeir Ólafur og Ásbjörn skoruðu 21 af 26 mörkum FH í leiknum. Hægri vængurinn skilaði litlu sem engu í leiknum og hlýtur að vera áhyggjuefni. Framarar gátu stólað á meiri breidd í kvöld en bæði lið gerðu þó sín mistök í leiknum og töpuðu nokkuð mörgum boltum. Leikurinn var þó hin besta skemmtun sem veit á gott fyrir síðari hluta tímabilsins í deildinni.Fram - FH 26 - 26 (13 - 14)Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Andri Berg Haraldsson 4 (9), Einar Rafn Eiðsson 3/2 (5/3), Matthías Daðason 3 (5), Arnar Birkir Hálfdánarson 2 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Jóhann Gunnar Einarsson 1 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Magnús Stefánsson (2)Varin skot: Magnús Erlendsson 20/1 (46/2, 43%) Hraðaupphlaup: 4 (Andri Berg 2, Haraldur 1, Matthías 1) Fiskuð víti: 3 (Halldór Jóhann 1, Haraldur 1, Róbert Aron 1) Utan vallar: 10 mínúturMörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 12 (17), Ásbjörn Friðriksson 9/1 (13/2), Baldvin Þorsteinsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 1 (1), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2), Hjörtur Hinriksson 1 (4), Brynjar Geirsson (1), Sigurgeir Árni Ægisson (1), Halldór Guðjónsson (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (30/3, 43%), Daníel Freyr Andrésson 2 (11, 18%) Hraðaupphlaup: 5 (Ásbjörn 2, Baldvin 1, Ólafur 1, Ólafur A. 1) Fiskuð víti: 2 (Baldvin 1, Brynjar 1) Utan vallar: 6 mínútur Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Olís-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira