Spáir mikið í falleg föt 3. febrúar 2011 08:00 Sigurður lumar á flottum flíkum í fataskápnum. Mynd/GVA Þetta er fallegur trefill og fallegt munstur, ég nota hann alltaf þegar kalt er í veðri," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, sem vakti athygli fyrir stuttu í sjónvarpsviðtali með gæðalegan trefil um hálsinn. Trefillinn er eftir íslenska fatahönnuðinn Munda Vonda og bað Sigurður um hann sérstaklega í sextugsafmælisgjöf. „Mér fannst trefillinn flottur þegar ég sá hann í búðinni og bað konuna mína um að gefa mér hann. Ég er frekar klassískur í klæðavali en spái þó mikið í föt. Kannski má kalla það merkjasnobb, en það er ekki þannig, ég hef bara áhuga á fallegum fötum og góðum efnum," segir Sigurður sem lumar á flíkum eftir japanska tískuhönnuðinn Yamamoto í fataskápnum og frá íslenska merkinu Andersen & Lauth. „Ugglaust má kalla mig smekkmann," bætir hann kankvís við og útilokar ekki að kíkja aftur til Munda og bæta í fataskápinn. Treflarnir hafa rokið út hjá Munda eins og heitar lummur og eru nánast uppseldir. Hæstaréttarlögmenn eru allajafna ekki stærsti viðskiptavinahópur Munda en hann telur þá eiga fullt erindi í búðina til sín. „Það eru náttúrlega bara menn eins og Sigurður sem hafa efni á þessum treflum," segir Mundi hlæjandi, en trefillinn kostar 18.500 krónur og er nú á útsölu á 14.900 krónur. „Ég á alveg von á að það komi einhverjir tappar og versli hjá mér eftir að hafa séð hann með trefilinn. Menn í hans klassa eiga endilega að koma við hjá mér og finna eitthvað sniðugt á sig." heida@frettabladid.is Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Þetta er fallegur trefill og fallegt munstur, ég nota hann alltaf þegar kalt er í veðri," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, sem vakti athygli fyrir stuttu í sjónvarpsviðtali með gæðalegan trefil um hálsinn. Trefillinn er eftir íslenska fatahönnuðinn Munda Vonda og bað Sigurður um hann sérstaklega í sextugsafmælisgjöf. „Mér fannst trefillinn flottur þegar ég sá hann í búðinni og bað konuna mína um að gefa mér hann. Ég er frekar klassískur í klæðavali en spái þó mikið í föt. Kannski má kalla það merkjasnobb, en það er ekki þannig, ég hef bara áhuga á fallegum fötum og góðum efnum," segir Sigurður sem lumar á flíkum eftir japanska tískuhönnuðinn Yamamoto í fataskápnum og frá íslenska merkinu Andersen & Lauth. „Ugglaust má kalla mig smekkmann," bætir hann kankvís við og útilokar ekki að kíkja aftur til Munda og bæta í fataskápinn. Treflarnir hafa rokið út hjá Munda eins og heitar lummur og eru nánast uppseldir. Hæstaréttarlögmenn eru allajafna ekki stærsti viðskiptavinahópur Munda en hann telur þá eiga fullt erindi í búðina til sín. „Það eru náttúrlega bara menn eins og Sigurður sem hafa efni á þessum treflum," segir Mundi hlæjandi, en trefillinn kostar 18.500 krónur og er nú á útsölu á 14.900 krónur. „Ég á alveg von á að það komi einhverjir tappar og versli hjá mér eftir að hafa séð hann með trefilinn. Menn í hans klassa eiga endilega að koma við hjá mér og finna eitthvað sniðugt á sig." heida@frettabladid.is
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira