Ógöngur Steinunn Stefánsdóttir skrifar 5. febrúar 2011 10:00 Enn er ekki ljóst hvernig brugðist verður við niðurstöðu Hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings. Verður haldið stjórnlagaþing eða verður skipuð stjórnlaganefnd eða hvorugt? Tvær leiðir hafa einkum verið nefndar ef frá er talin leið Sjálfstæðismanna, að svæfa stjórnarskrármálið í þinginu einu sinni enn. Sú fyrri er að Alþingi kjósi þá sem kjörnir voru í kosningunni í nóvember í stjórnlaganefnd. Kosturinn við þessa leið er að með því móti sitja í nefndinni þeir sömu og kjörnir voru af þjóðinni til setu á stjórnlagaþingi. Ógilding Hæstaréttar hefði þá ekki áhrif á hvaða einstaklingar hafa með höndum það verkefni að semja ný drög að stjórnarskrá. Gallinn við þessa leið er að umboð slíkrar stjórnlaganefndar yrði líklega veikara en stjórnlagaþings. Síðari leiðin er að ganga til kosninga að nýju annað hvort með sama frambjóðendahópi eða með því að auglýsa eftir framboðum að nýju. Kosturinn við þessa leið er að hugmyndin um stjórnlagaþing sem kosið er með beinni kosningu heldur velli. Gallinn er hins vegar sá að hvort heldur sem frambjóðendahópurinn verður óbreyttur eða nýr þá mun bæði fyrri kosningin og ógildingin hafa áhrif á það hverjir bjóða sig fram og hvernig kjósendur verja atkvæði sínu. Þannig er ljóst að ógilding Hæstaréttar hefur veikt framkvæmd hugmyndarinnar um að drög að nýrri stjórnarskrá séu unnin af hópi fólks sem kosinn er í beinni kosningu óháð stjórnmálaflokkum. Hvers vegna er ógildingu Hæstaréttar hér kennt um en ekki klúðri yfirvalda sem leiddu til hennar? Það er vegna þess að ógildingin byggir á því að ágallar hafi verið á framkvæmd kosningarinnar. Ekkert bendir þó til að þeir ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu hennar sem er það sem skiptir höfuðmáli. Þrír ágallar kosningarinnar hafa einkum verið til umræðu. Strikamerkingar kjörseðla eiga að hafa gert að verkum að hægt hafi verið að rekja atkvæði til einstaklinga vegna þess að „alkunna" sé að það tíðkist að kjósendur séu skrifaðir niður í kjördeildum í þeirri röð sem þeir mæta. Ekkert dæmi er þó tiltekið um að svo hafi verið, auk þess sem þeir sem sitja í kjördeild eiga ekki nokkurn kost á að fylgja eftir atkvæðum kjördeildar inn í talningu. Kosningarnar eru ekki taldar leynilegar vegna þess að kosið var í básum en ekki í klefum. Ljóst er þó að ekki hefði aðeins þurft arnarsjón til að greina tölur á kjörseðli annars kjósanda heldur einnig stálminni til þess að tölurnar hefðu merkingu fyrir viðkomandi. Fulltrúar frambjóðenda áttu þess ekki kost að vera viðstaddir talningu. Þarna hefði endurtalning getað tekið af allan vafa. Hvort sem niðurstaða Hæstaréttar er sett í víðara samhengi baráttunnar um skiptingu eigna og valda í íslensku samfélagi eða aðeins horft á gjörninginn sem einstakan atburð, þá er ljóst að afar einbeittan vilja dómara þurfti til að komast að þeirri niðurstöðu að ógilda lýðræðislega kosningu til stjórnlagaþings á grundvelli þeirra gagna sem fyrir lágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Enn er ekki ljóst hvernig brugðist verður við niðurstöðu Hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings. Verður haldið stjórnlagaþing eða verður skipuð stjórnlaganefnd eða hvorugt? Tvær leiðir hafa einkum verið nefndar ef frá er talin leið Sjálfstæðismanna, að svæfa stjórnarskrármálið í þinginu einu sinni enn. Sú fyrri er að Alþingi kjósi þá sem kjörnir voru í kosningunni í nóvember í stjórnlaganefnd. Kosturinn við þessa leið er að með því móti sitja í nefndinni þeir sömu og kjörnir voru af þjóðinni til setu á stjórnlagaþingi. Ógilding Hæstaréttar hefði þá ekki áhrif á hvaða einstaklingar hafa með höndum það verkefni að semja ný drög að stjórnarskrá. Gallinn við þessa leið er að umboð slíkrar stjórnlaganefndar yrði líklega veikara en stjórnlagaþings. Síðari leiðin er að ganga til kosninga að nýju annað hvort með sama frambjóðendahópi eða með því að auglýsa eftir framboðum að nýju. Kosturinn við þessa leið er að hugmyndin um stjórnlagaþing sem kosið er með beinni kosningu heldur velli. Gallinn er hins vegar sá að hvort heldur sem frambjóðendahópurinn verður óbreyttur eða nýr þá mun bæði fyrri kosningin og ógildingin hafa áhrif á það hverjir bjóða sig fram og hvernig kjósendur verja atkvæði sínu. Þannig er ljóst að ógilding Hæstaréttar hefur veikt framkvæmd hugmyndarinnar um að drög að nýrri stjórnarskrá séu unnin af hópi fólks sem kosinn er í beinni kosningu óháð stjórnmálaflokkum. Hvers vegna er ógildingu Hæstaréttar hér kennt um en ekki klúðri yfirvalda sem leiddu til hennar? Það er vegna þess að ógildingin byggir á því að ágallar hafi verið á framkvæmd kosningarinnar. Ekkert bendir þó til að þeir ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu hennar sem er það sem skiptir höfuðmáli. Þrír ágallar kosningarinnar hafa einkum verið til umræðu. Strikamerkingar kjörseðla eiga að hafa gert að verkum að hægt hafi verið að rekja atkvæði til einstaklinga vegna þess að „alkunna" sé að það tíðkist að kjósendur séu skrifaðir niður í kjördeildum í þeirri röð sem þeir mæta. Ekkert dæmi er þó tiltekið um að svo hafi verið, auk þess sem þeir sem sitja í kjördeild eiga ekki nokkurn kost á að fylgja eftir atkvæðum kjördeildar inn í talningu. Kosningarnar eru ekki taldar leynilegar vegna þess að kosið var í básum en ekki í klefum. Ljóst er þó að ekki hefði aðeins þurft arnarsjón til að greina tölur á kjörseðli annars kjósanda heldur einnig stálminni til þess að tölurnar hefðu merkingu fyrir viðkomandi. Fulltrúar frambjóðenda áttu þess ekki kost að vera viðstaddir talningu. Þarna hefði endurtalning getað tekið af allan vafa. Hvort sem niðurstaða Hæstaréttar er sett í víðara samhengi baráttunnar um skiptingu eigna og valda í íslensku samfélagi eða aðeins horft á gjörninginn sem einstakan atburð, þá er ljóst að afar einbeittan vilja dómara þurfti til að komast að þeirri niðurstöðu að ógilda lýðræðislega kosningu til stjórnlagaþings á grundvelli þeirra gagna sem fyrir lágu.