Fjölskyldan í Aratúni hótar sjö einstaklingum lögsókn Andri Ólafsson skrifar 3. febrúar 2011 18:54 Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is Einn skrifaði að setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum Annar sagði að best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum. Og enn annar sagði það ætti kála þessu helvítis drasli. Fjölskyldan í Aratúni hefur nú sent sjö einstaklingum bréf þar sem þeim er boðið að borga 100 þúsund krónur í skaðabætur, draga ummæli sín tilbaka og biðjast afsökunar. Einstaklingarnir sjö hafa fram á sunnudag til að taka þessu boði. Geri þeir það ekki mun fjölskyldan höfða meiðyrðamál. Ekki aðeins verður höfað meiðyrðamál á hendur þeim sem skrifuðu ummælin, heldur einni á hendur DV fyrir að hýsa þau á fréttasíðu sinni. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður segir að ástæðan sé sú að ærumeiðing sé eitt en dreifing ummæla sé sjálfstætt brot Vilhjálmur segist telja að þetta sé fyrsta málið þar sem tekist verður á um ummæli úr athugasemdakerfum fyrir dómstólum. „Það er kominn tími til þess að það sé komið böndum á þessa umræðu í netheimum," segir Vilhjálmur. Þau séu komin út fyrir öll velsæmismörk. Fólk verði að átta sig á því að ummæli sem séu látin falla á netinu geti verið alveg jafn ærumeiðandi og ummæli í blaðagrein. Eftir að lögmaður fjölskyldunanr sendi þessi bréf hefur henni borist nafnlausar hótanir í sms skeytum. Nágrannadeilur Garðabær Nágrannadeilur í Aratúni Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is Einn skrifaði að setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum Annar sagði að best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum. Og enn annar sagði það ætti kála þessu helvítis drasli. Fjölskyldan í Aratúni hefur nú sent sjö einstaklingum bréf þar sem þeim er boðið að borga 100 þúsund krónur í skaðabætur, draga ummæli sín tilbaka og biðjast afsökunar. Einstaklingarnir sjö hafa fram á sunnudag til að taka þessu boði. Geri þeir það ekki mun fjölskyldan höfða meiðyrðamál. Ekki aðeins verður höfað meiðyrðamál á hendur þeim sem skrifuðu ummælin, heldur einni á hendur DV fyrir að hýsa þau á fréttasíðu sinni. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður segir að ástæðan sé sú að ærumeiðing sé eitt en dreifing ummæla sé sjálfstætt brot Vilhjálmur segist telja að þetta sé fyrsta málið þar sem tekist verður á um ummæli úr athugasemdakerfum fyrir dómstólum. „Það er kominn tími til þess að það sé komið böndum á þessa umræðu í netheimum," segir Vilhjálmur. Þau séu komin út fyrir öll velsæmismörk. Fólk verði að átta sig á því að ummæli sem séu látin falla á netinu geti verið alveg jafn ærumeiðandi og ummæli í blaðagrein. Eftir að lögmaður fjölskyldunanr sendi þessi bréf hefur henni borist nafnlausar hótanir í sms skeytum.
Nágrannadeilur Garðabær Nágrannadeilur í Aratúni Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira