Dæmdar bætur fyrir kynferðislega áreitni - gerandi enn að störfum Valur Grettisson skrifar 9. febrúar 2011 13:39 Héraðsdómur Reykjaness Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrirtæki til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,8 milljón króna fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars árið 2009. Þá fór kona sem starfaði hjá fyrirtækinu ásamt yfirmanni sínum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesinu undir þeim formerkjum að um vinnuferð væri að ræða. Yfirmaðurinn var nakinn í heitum potti og reyndi ítrekað að fá konuna með þeim í pottinn. Konunni var misboðið og því bauð hún góða nótt og fór inn í herbergið sitt til þess að sofa. Hún gat hinsvegar ekki læst herberginu sínu og setti því tösku fyrir hurðina. Síðar um nóttina bankaði yfirmaðurinn á hurðina hjá konunni en þegar hún svaraði ekki opnaði hann hurðina og gekk inn óboðinn. Konan, sem var fullklædd, spratt þá upp og fór út úr herberginu. Yfirmaðurinn elti hana þá og bað hana margsinnis um að snerta höndina sína. Konan tilkynnti yfirstjórn fyrirtækisins um málið en hún vann á fámennri deild og hún vildi ekki eiga í samskiptum við yfirmann sinn. Aðeins mánuði síðar var ábyrgð hennar í starfi minnkuð án viðhlítandi skýringa. Í dóminum segir að konan hafi meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlækni. Í mat sem var gert um líðan konunnar segir að konan hafi verið mjög kvíðin og hún hafi verið að kljást við svefntruflanir og depurð í kjölfar atburðarins vegna niðurlægjandi framkomu yfirmanna í hennar garð. Eftir tvo mánuði gat hún ekki lengur afborið að mæta á vinnustaðinn enda fékk hún greinilega skilaboð hvað eftir annað um það að hún væri með leiðindi og vesen, en stuðningur var enginn segir í matinu. Svo segir: „Líðan X þessa mánuði er að mörgu leyti dæmigerð fyrir líðan manneskju sem lendir í slíkum óþolandi aðstæðum á vinnustað- sjálfstraust brotnar niður, fólk einangrar sig og verður óöruggt í samskiptum, kvíði yfir því sem er framundan og vegna óöruggrar stöðu magnast og vanlíðan leiðir til svefnleysis og orkuleysis. Öll þessi einkenni hrjáðu X og svo vanmáttartilfinning og hræðsla." Í niðurstöðu dómsins telur dómarinn að upplifun konunnar af þessari háttsemi hafi tvímælalaust verið sú að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hvað yfirmanninum gekk til er ósannað. Þrátt fyrir það að nekt ein og sér teljist almennt ekki til kynferðislegrar áreitni telur dómurinn sannað að háttsemi mannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í lagalegum skilningi. Þá skipti engu þó hún hafi ekki kært málið til lögreglunnar. Því er fyrirtækið dæmt til þess að greiða konunni 1,8 milljónir króna. Athygli vekur, að samkvæmt dómsorði, þá er yfirmaðurinn, sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, enn að störfum hjá fyrirtækinu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrirtæki til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,8 milljón króna fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars árið 2009. Þá fór kona sem starfaði hjá fyrirtækinu ásamt yfirmanni sínum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesinu undir þeim formerkjum að um vinnuferð væri að ræða. Yfirmaðurinn var nakinn í heitum potti og reyndi ítrekað að fá konuna með þeim í pottinn. Konunni var misboðið og því bauð hún góða nótt og fór inn í herbergið sitt til þess að sofa. Hún gat hinsvegar ekki læst herberginu sínu og setti því tösku fyrir hurðina. Síðar um nóttina bankaði yfirmaðurinn á hurðina hjá konunni en þegar hún svaraði ekki opnaði hann hurðina og gekk inn óboðinn. Konan, sem var fullklædd, spratt þá upp og fór út úr herberginu. Yfirmaðurinn elti hana þá og bað hana margsinnis um að snerta höndina sína. Konan tilkynnti yfirstjórn fyrirtækisins um málið en hún vann á fámennri deild og hún vildi ekki eiga í samskiptum við yfirmann sinn. Aðeins mánuði síðar var ábyrgð hennar í starfi minnkuð án viðhlítandi skýringa. Í dóminum segir að konan hafi meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlækni. Í mat sem var gert um líðan konunnar segir að konan hafi verið mjög kvíðin og hún hafi verið að kljást við svefntruflanir og depurð í kjölfar atburðarins vegna niðurlægjandi framkomu yfirmanna í hennar garð. Eftir tvo mánuði gat hún ekki lengur afborið að mæta á vinnustaðinn enda fékk hún greinilega skilaboð hvað eftir annað um það að hún væri með leiðindi og vesen, en stuðningur var enginn segir í matinu. Svo segir: „Líðan X þessa mánuði er að mörgu leyti dæmigerð fyrir líðan manneskju sem lendir í slíkum óþolandi aðstæðum á vinnustað- sjálfstraust brotnar niður, fólk einangrar sig og verður óöruggt í samskiptum, kvíði yfir því sem er framundan og vegna óöruggrar stöðu magnast og vanlíðan leiðir til svefnleysis og orkuleysis. Öll þessi einkenni hrjáðu X og svo vanmáttartilfinning og hræðsla." Í niðurstöðu dómsins telur dómarinn að upplifun konunnar af þessari háttsemi hafi tvímælalaust verið sú að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hvað yfirmanninum gekk til er ósannað. Þrátt fyrir það að nekt ein og sér teljist almennt ekki til kynferðislegrar áreitni telur dómurinn sannað að háttsemi mannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í lagalegum skilningi. Þá skipti engu þó hún hafi ekki kært málið til lögreglunnar. Því er fyrirtækið dæmt til þess að greiða konunni 1,8 milljónir króna. Athygli vekur, að samkvæmt dómsorði, þá er yfirmaðurinn, sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, enn að störfum hjá fyrirtækinu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira