Dæmdar bætur fyrir kynferðislega áreitni - gerandi enn að störfum Valur Grettisson skrifar 9. febrúar 2011 13:39 Héraðsdómur Reykjaness Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrirtæki til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,8 milljón króna fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars árið 2009. Þá fór kona sem starfaði hjá fyrirtækinu ásamt yfirmanni sínum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesinu undir þeim formerkjum að um vinnuferð væri að ræða. Yfirmaðurinn var nakinn í heitum potti og reyndi ítrekað að fá konuna með þeim í pottinn. Konunni var misboðið og því bauð hún góða nótt og fór inn í herbergið sitt til þess að sofa. Hún gat hinsvegar ekki læst herberginu sínu og setti því tösku fyrir hurðina. Síðar um nóttina bankaði yfirmaðurinn á hurðina hjá konunni en þegar hún svaraði ekki opnaði hann hurðina og gekk inn óboðinn. Konan, sem var fullklædd, spratt þá upp og fór út úr herberginu. Yfirmaðurinn elti hana þá og bað hana margsinnis um að snerta höndina sína. Konan tilkynnti yfirstjórn fyrirtækisins um málið en hún vann á fámennri deild og hún vildi ekki eiga í samskiptum við yfirmann sinn. Aðeins mánuði síðar var ábyrgð hennar í starfi minnkuð án viðhlítandi skýringa. Í dóminum segir að konan hafi meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlækni. Í mat sem var gert um líðan konunnar segir að konan hafi verið mjög kvíðin og hún hafi verið að kljást við svefntruflanir og depurð í kjölfar atburðarins vegna niðurlægjandi framkomu yfirmanna í hennar garð. Eftir tvo mánuði gat hún ekki lengur afborið að mæta á vinnustaðinn enda fékk hún greinilega skilaboð hvað eftir annað um það að hún væri með leiðindi og vesen, en stuðningur var enginn segir í matinu. Svo segir: „Líðan X þessa mánuði er að mörgu leyti dæmigerð fyrir líðan manneskju sem lendir í slíkum óþolandi aðstæðum á vinnustað- sjálfstraust brotnar niður, fólk einangrar sig og verður óöruggt í samskiptum, kvíði yfir því sem er framundan og vegna óöruggrar stöðu magnast og vanlíðan leiðir til svefnleysis og orkuleysis. Öll þessi einkenni hrjáðu X og svo vanmáttartilfinning og hræðsla." Í niðurstöðu dómsins telur dómarinn að upplifun konunnar af þessari háttsemi hafi tvímælalaust verið sú að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hvað yfirmanninum gekk til er ósannað. Þrátt fyrir það að nekt ein og sér teljist almennt ekki til kynferðislegrar áreitni telur dómurinn sannað að háttsemi mannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í lagalegum skilningi. Þá skipti engu þó hún hafi ekki kært málið til lögreglunnar. Því er fyrirtækið dæmt til þess að greiða konunni 1,8 milljónir króna. Athygli vekur, að samkvæmt dómsorði, þá er yfirmaðurinn, sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, enn að störfum hjá fyrirtækinu. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrirtæki til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,8 milljón króna fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars árið 2009. Þá fór kona sem starfaði hjá fyrirtækinu ásamt yfirmanni sínum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesinu undir þeim formerkjum að um vinnuferð væri að ræða. Yfirmaðurinn var nakinn í heitum potti og reyndi ítrekað að fá konuna með þeim í pottinn. Konunni var misboðið og því bauð hún góða nótt og fór inn í herbergið sitt til þess að sofa. Hún gat hinsvegar ekki læst herberginu sínu og setti því tösku fyrir hurðina. Síðar um nóttina bankaði yfirmaðurinn á hurðina hjá konunni en þegar hún svaraði ekki opnaði hann hurðina og gekk inn óboðinn. Konan, sem var fullklædd, spratt þá upp og fór út úr herberginu. Yfirmaðurinn elti hana þá og bað hana margsinnis um að snerta höndina sína. Konan tilkynnti yfirstjórn fyrirtækisins um málið en hún vann á fámennri deild og hún vildi ekki eiga í samskiptum við yfirmann sinn. Aðeins mánuði síðar var ábyrgð hennar í starfi minnkuð án viðhlítandi skýringa. Í dóminum segir að konan hafi meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlækni. Í mat sem var gert um líðan konunnar segir að konan hafi verið mjög kvíðin og hún hafi verið að kljást við svefntruflanir og depurð í kjölfar atburðarins vegna niðurlægjandi framkomu yfirmanna í hennar garð. Eftir tvo mánuði gat hún ekki lengur afborið að mæta á vinnustaðinn enda fékk hún greinilega skilaboð hvað eftir annað um það að hún væri með leiðindi og vesen, en stuðningur var enginn segir í matinu. Svo segir: „Líðan X þessa mánuði er að mörgu leyti dæmigerð fyrir líðan manneskju sem lendir í slíkum óþolandi aðstæðum á vinnustað- sjálfstraust brotnar niður, fólk einangrar sig og verður óöruggt í samskiptum, kvíði yfir því sem er framundan og vegna óöruggrar stöðu magnast og vanlíðan leiðir til svefnleysis og orkuleysis. Öll þessi einkenni hrjáðu X og svo vanmáttartilfinning og hræðsla." Í niðurstöðu dómsins telur dómarinn að upplifun konunnar af þessari háttsemi hafi tvímælalaust verið sú að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hvað yfirmanninum gekk til er ósannað. Þrátt fyrir það að nekt ein og sér teljist almennt ekki til kynferðislegrar áreitni telur dómurinn sannað að háttsemi mannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í lagalegum skilningi. Þá skipti engu þó hún hafi ekki kært málið til lögreglunnar. Því er fyrirtækið dæmt til þess að greiða konunni 1,8 milljónir króna. Athygli vekur, að samkvæmt dómsorði, þá er yfirmaðurinn, sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, enn að störfum hjá fyrirtækinu.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira