Alonso telur að fjögur keppnislið verði sterkust í Formúlu 1 28. janúar 2011 17:44 Fernando Alonso situr á nýja Ferrari keppnisbílnum sem var frumsýndur í dag. Mynd: Ferrari Fernando Alonso hjá Ferrari telur að fjögur keppnislið verði í baráttunni um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann afhjúpaði nýja Ferrari keppnisbílinn með Felipe Massa í Maranello á Ítalíu í dag. Þeir eru liðsfélagar eins og í fyrra. Alonso sagði í frétt á heimasíðu Ferrari að menn væru áræðnir hjá Ferrari, en liðið var með sérstaka frumsýningu á nýjum keppnisbíl liðsins í dag, en önnur lið munu sýna bíla sína á fyrstu æfingum í næstu viku að sögn Alonso. "Ég hugsa að Mercedes gæti hafa smíðað samkeppnisfæran bíl, einnig McLaren og Red Bull. Við verðum að berjast við þessi lið", sagði Alonso um komandi titilslag. Hann mun aka spánýju ökutæki á þessu keppnistímabili, sem er sniðið að nýjum keppnisreglum og ekið verður á dekkjum frá nýjum dekkjaframleiðanda, sem er Pirelli. "Þegar ég mætti til leiks (með Ferrari í fyrra) þá upplifði ég ólíkan bíl frá því sem ég hafði ekið áður. Á þessu ári tel ég að akstursstíll minn hafi haft áhrif á hönnun og þróun bílsins. Núna þekki ég líka starfsmenn liðsins og er í góðum samskiptum og set á þá pressu öllum stundum", sagði Alonso. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari telur að fjögur keppnislið verði í baráttunni um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann afhjúpaði nýja Ferrari keppnisbílinn með Felipe Massa í Maranello á Ítalíu í dag. Þeir eru liðsfélagar eins og í fyrra. Alonso sagði í frétt á heimasíðu Ferrari að menn væru áræðnir hjá Ferrari, en liðið var með sérstaka frumsýningu á nýjum keppnisbíl liðsins í dag, en önnur lið munu sýna bíla sína á fyrstu æfingum í næstu viku að sögn Alonso. "Ég hugsa að Mercedes gæti hafa smíðað samkeppnisfæran bíl, einnig McLaren og Red Bull. Við verðum að berjast við þessi lið", sagði Alonso um komandi titilslag. Hann mun aka spánýju ökutæki á þessu keppnistímabili, sem er sniðið að nýjum keppnisreglum og ekið verður á dekkjum frá nýjum dekkjaframleiðanda, sem er Pirelli. "Þegar ég mætti til leiks (með Ferrari í fyrra) þá upplifði ég ólíkan bíl frá því sem ég hafði ekið áður. Á þessu ári tel ég að akstursstíll minn hafi haft áhrif á hönnun og þróun bílsins. Núna þekki ég líka starfsmenn liðsins og er í góðum samskiptum og set á þá pressu öllum stundum", sagði Alonso.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira