Heiðar Austmann í gjörningi Ragga Kjartans 22. febrúar 2011 11:30 Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann hélt að hann væri lentur í símahrekk þegar Ragnar hringdi í hann. Fréttablaðið/Vilhelm „Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna. Í kvöld verður annað skemmtikvöldið af sex í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Leikhús listamanna en þar koma ýmsir listamenn fram og fremja gjörninga. Athygli vekur að útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, er einn þeirra sem koma fram. Hann mun fremja gjörning fyrir Ragnar Kjartansson. „Þegar Ragnar hringdi í mig fyrir helgi var ég viss um að þetta væri símahrekkur. Ég spurði strax hvort Svali og félagar hefðu fengið hann í þetta," segir Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Heiðar segir að Ragnar hafi viljað blanda FM957 og honum sjálfum inn í list sína, því sem stöðin og hann standi fyrir. „Hann sagðist hafa hlustað á mig og fannst ég bæði heill og trúr sjálfum mér," segir Heiðar. Hlutverk útvarpsmannsins verður að lesa upp úr Opinberunarbókinni. „Ég á að gera það í FM-stíl, bara eins og ég sé að taka kynningu."Ragnar Kjartansson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni.Heiðar kveðst vera spenntur fyrir kvöldinu. „Já, já. Þetta verða bara nokkrar mínútur og ég hlakka til að takast á við þetta. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að vera. Þetta verður líka fyrir framan fullt af fólki sem ég hef lítil samskipti haft við og mun væntanlega hafa lítil samskipti við í framtíðinni. Svo kemur bara í ljós hvað gerist. Ragnar sagði alla vega að hann gæti hugsað sér að gera meira með þetta, þannig að það er aldrei að vita nema maður verði kominn á stóra svið Borgarleikhússins einhvern daginn," segir Heiðar að endingu, eldhress að vanda. Dagskráin hefst klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 1.200 krónur. Auk Heiðars koma fram Kría Brekkan með tónlistaratriði, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson; Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon sem verða með ballettsýningu, Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem verður með leikþátt og Saga Sigurðardóttir og fleiri með diskóljóðadans. Kynnir er sem fyrr vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson. hdm@frettabladid.is Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna. Í kvöld verður annað skemmtikvöldið af sex í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Leikhús listamanna en þar koma ýmsir listamenn fram og fremja gjörninga. Athygli vekur að útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, er einn þeirra sem koma fram. Hann mun fremja gjörning fyrir Ragnar Kjartansson. „Þegar Ragnar hringdi í mig fyrir helgi var ég viss um að þetta væri símahrekkur. Ég spurði strax hvort Svali og félagar hefðu fengið hann í þetta," segir Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Heiðar segir að Ragnar hafi viljað blanda FM957 og honum sjálfum inn í list sína, því sem stöðin og hann standi fyrir. „Hann sagðist hafa hlustað á mig og fannst ég bæði heill og trúr sjálfum mér," segir Heiðar. Hlutverk útvarpsmannsins verður að lesa upp úr Opinberunarbókinni. „Ég á að gera það í FM-stíl, bara eins og ég sé að taka kynningu."Ragnar Kjartansson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni.Heiðar kveðst vera spenntur fyrir kvöldinu. „Já, já. Þetta verða bara nokkrar mínútur og ég hlakka til að takast á við þetta. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að vera. Þetta verður líka fyrir framan fullt af fólki sem ég hef lítil samskipti haft við og mun væntanlega hafa lítil samskipti við í framtíðinni. Svo kemur bara í ljós hvað gerist. Ragnar sagði alla vega að hann gæti hugsað sér að gera meira með þetta, þannig að það er aldrei að vita nema maður verði kominn á stóra svið Borgarleikhússins einhvern daginn," segir Heiðar að endingu, eldhress að vanda. Dagskráin hefst klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 1.200 krónur. Auk Heiðars koma fram Kría Brekkan með tónlistaratriði, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson; Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon sem verða með ballettsýningu, Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem verður með leikþátt og Saga Sigurðardóttir og fleiri með diskóljóðadans. Kynnir er sem fyrr vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson. hdm@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira