Javier Bardem - Spænskur brautryðjandi og kvennagull 17. mars 2011 10:00 Javier Bardem kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spilaði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Hann leikur aðalhlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kanaríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bardems voru flest hver í kvikmyndabransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leikstjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar.Javier og eiginkonan, Penelope Cruz.Bardem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann prófaði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska landsliðinu áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Penelope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggðarinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls.Eftir að hafa leikið í Collateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chigurh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafnframt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is. Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Javier Bardem kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spilaði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Hann leikur aðalhlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kanaríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bardems voru flest hver í kvikmyndabransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leikstjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar.Javier og eiginkonan, Penelope Cruz.Bardem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann prófaði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska landsliðinu áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Penelope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggðarinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls.Eftir að hafa leikið í Collateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chigurh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafnframt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is.
Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira