Fyrsta plata The Vaccines, What Did You Expect From The Vaccines?, kom út á mánudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór platan vel af stað í Bretlandi og sat í öðru sæti breiðskífulistans í gær. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á mánudaginn í næstu viku, þegar listinn verður gefinn út, hvort hún haldi sætinu.

Í viðtalinu í NME er mikið talað um hversu mikið er búið að tala hljómsveitina upp í fjölmiðlum, en í dómunum kemur fram að tónlist hljómsveitarinnar standi fyllilega fyrir sínu. Þá segja Árni og félagar að strangt kynlífsbann sé í hljómsveitarrútunni, sem hafi mikil áhrif á taugar meðlima The Vaccines. -afb
Hér fyrir ofan má sjá myndband af ferð hljómsveitarinnar til Parísar fyrir skemmstu.