Engar tvær kökur eru alveg eins 23. mars 2011 16:33 Margrét Theodóra Jónsdóttir Jarðfræður Ferming Kaka Margrét T. Jónsdóttir er mikill ástríðubakari. Henni finnst skemmtilegast að hanna kökurnar og gerir sjaldan tvær eins. Hún töfrar fram kökur við hvers kyns tilefni og gerði glæsilega fermingarköku fyrir Fréttablaðið. Jarðfræðingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir hefur haft áhuga á kökugerð frá unga aldri og sinnir áhugamálinu í hjáverkum. Hún sérhæfir sig í kökum með smjörkremi og getur gert alls kyns kúnstir. Hún féllst á að hanna og gera tveggja hæða fermingarköku fyrir Fréttablaðið sem gefur góða mynd af þeim möguleikum sem eru fyrir hendi.Margrét Theodóra Jónsdóttir Jarðfræður Ferming Kaka„Ég valdi að gera kökuna í fjólubláu og hvítu enda kirkjulegir litir og skreytti með friðardúfunni," segir Margrét. Hún segist leggja sig fram um að gera engar tvær kökur eins. „Mér finnst skemmtilegast að hanna kökurnar og er því lítið í fjöldaframleiðslu." En hvenær vaknaði áhuginn? „Mamma keypti Wilton-kökuskreytingarbók þegar ég var yngri og ég og litli bróðir minn gátum legið yfir henni tímunum saman. Þegar ég fór með manninum mínum til náms í Ameríku ákvað ég svo að nota tækifærið og fara á kökuskreytingarnámskeið hjá Wilton. Ég lauk við Wilton Method Basics þar sem ég lærði grunnatriðin í kökugerð og kökuskreytingum eins og hvernig maður bakar og undirbýr fallega köku, hversu þykkt smjörkremið á að vera fyrir hvert einstaka atriði, stöðu sprautupoka og fleira. Síðan fór ég á Wilton MethodFlowers and Cake Design námskeið þar sem aðaláherslan var lögð á sykurblómagerð. Þar að auki lauk ég við sérstakt brúðartertunámskeið hjá Cake Art."Skírnarkaka að hætti Margrétar.Margrét tók með sér ýmis áhöld til kökugerðarinnar frá Ameríku en segir verslunina Allt í köku, sem opnaði nýverið á Suðurlandsbraut, algera byltingu fyrir kökuáhugafólk og að þar verði hún sér úti um ýmsar nauðsynjar. „Þar er reyndar mikil áhersla á sykurmassa en ég get þó nýtt mér ýmislegt þó ég vinni að mestu með smjörkrem." Margrét býr yfirleitt til möndlubotna með hindberjamús og vanillusmjörkremi en gerir líka súkkulaðikökur með ýmis konar fyllingum. „Allt hráefnið sem ég vinn með er ætilegt og sömuleiðis allar skreytingar." En getur þú hugsað þér að leggja þetta fyrir þig? „Ég veit það nú ekki en ef jarðfræðin klikkar er gott að hafa þetta í bakhöndinni og svo er gaman að geta gripið í þetta af og til." Áhugasamir geta einnig kíkt á Facebook-síðu Margrétar, sem hún kallar Kakan mín. -veMargrét hefur gert kökur fyrir ýmis tilefni. Þessa gerði hún fyrir þrítugsafmæli. Hún er með vanillu-oreomús fyllingu, súkkulaðikremi og ganache. Skreytt með jarðarberjum og súkkulaðiskrauti.Margréti finnst skemmtilegast að hanna kökurnar enda liggur það vel fyrir henni. Hér má sjá karamellubollaköku með súkkulaðikremi. Hún er skreytt með möndluflögum, sykurmassa, súkkulaðidropum og Oreo-kexkökum.Margrét Jónsdóttir Kaka Fermingar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Margrét T. Jónsdóttir er mikill ástríðubakari. Henni finnst skemmtilegast að hanna kökurnar og gerir sjaldan tvær eins. Hún töfrar fram kökur við hvers kyns tilefni og gerði glæsilega fermingarköku fyrir Fréttablaðið. Jarðfræðingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir hefur haft áhuga á kökugerð frá unga aldri og sinnir áhugamálinu í hjáverkum. Hún sérhæfir sig í kökum með smjörkremi og getur gert alls kyns kúnstir. Hún féllst á að hanna og gera tveggja hæða fermingarköku fyrir Fréttablaðið sem gefur góða mynd af þeim möguleikum sem eru fyrir hendi.Margrét Theodóra Jónsdóttir Jarðfræður Ferming Kaka„Ég valdi að gera kökuna í fjólubláu og hvítu enda kirkjulegir litir og skreytti með friðardúfunni," segir Margrét. Hún segist leggja sig fram um að gera engar tvær kökur eins. „Mér finnst skemmtilegast að hanna kökurnar og er því lítið í fjöldaframleiðslu." En hvenær vaknaði áhuginn? „Mamma keypti Wilton-kökuskreytingarbók þegar ég var yngri og ég og litli bróðir minn gátum legið yfir henni tímunum saman. Þegar ég fór með manninum mínum til náms í Ameríku ákvað ég svo að nota tækifærið og fara á kökuskreytingarnámskeið hjá Wilton. Ég lauk við Wilton Method Basics þar sem ég lærði grunnatriðin í kökugerð og kökuskreytingum eins og hvernig maður bakar og undirbýr fallega köku, hversu þykkt smjörkremið á að vera fyrir hvert einstaka atriði, stöðu sprautupoka og fleira. Síðan fór ég á Wilton MethodFlowers and Cake Design námskeið þar sem aðaláherslan var lögð á sykurblómagerð. Þar að auki lauk ég við sérstakt brúðartertunámskeið hjá Cake Art."Skírnarkaka að hætti Margrétar.Margrét tók með sér ýmis áhöld til kökugerðarinnar frá Ameríku en segir verslunina Allt í köku, sem opnaði nýverið á Suðurlandsbraut, algera byltingu fyrir kökuáhugafólk og að þar verði hún sér úti um ýmsar nauðsynjar. „Þar er reyndar mikil áhersla á sykurmassa en ég get þó nýtt mér ýmislegt þó ég vinni að mestu með smjörkrem." Margrét býr yfirleitt til möndlubotna með hindberjamús og vanillusmjörkremi en gerir líka súkkulaðikökur með ýmis konar fyllingum. „Allt hráefnið sem ég vinn með er ætilegt og sömuleiðis allar skreytingar." En getur þú hugsað þér að leggja þetta fyrir þig? „Ég veit það nú ekki en ef jarðfræðin klikkar er gott að hafa þetta í bakhöndinni og svo er gaman að geta gripið í þetta af og til." Áhugasamir geta einnig kíkt á Facebook-síðu Margrétar, sem hún kallar Kakan mín. -veMargrét hefur gert kökur fyrir ýmis tilefni. Þessa gerði hún fyrir þrítugsafmæli. Hún er með vanillu-oreomús fyllingu, súkkulaðikremi og ganache. Skreytt með jarðarberjum og súkkulaðiskrauti.Margréti finnst skemmtilegast að hanna kökurnar enda liggur það vel fyrir henni. Hér má sjá karamellubollaköku með súkkulaðikremi. Hún er skreytt með möndluflögum, sykurmassa, súkkulaðidropum og Oreo-kexkökum.Margrét Jónsdóttir Kaka
Fermingar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira