Leikkonan Amy Adams hefur hreppt hlutverk kærustu Súpermans í nýrri mynd um ofurhetjuna.
Aðdáendur hafa beðið spenntir eftir að leikakonuvalið yrði opinberað enda hlutverk Lois Lane viðamikið í sögunni um Súperman. Adams þurfti að etja kappi við þekktar leikkonur á borð við Mila Kunis og Kristina Anapau í prufum fyrir hlutverkið en vandræðagemlingurinn Lindsay Lohan var líka orðuð við það á sínum tíma.
Reiknað er með því að myndin verði frumsýnd jólin 2012 og er það breski leikarinn Henry Cavill sem leikur ofurhetjuna en bæði Kevin Costner og Diane Lane eru á leikaralistanum.

