Eðlisfræðikennari skrifaði lærða grein um Lebowski 30. mars 2011 08:00 Davíð Þorsteinsson hefur skrifað lærða grein um The Big Lebowski á síðunni Dudespaper.com. Fréttablaðið/GVA „Þessi mynd leynir alveg ótrúlega á sér. Það er ekki hægt að fá leiða á henni," segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík og aðdáandi bandarísku gamanmyndarinnar The Big Lebowski eftir Coen-bræður. Löng grein sem Davíð skrifaði um hin ýmsu tákn sem liggja undir yfirborðinu í The Big Lebowski birtist nýverið á bandarísku vefsíðunni Dudespaper.com sem er helguð aðalpersónunni The Dude. Greinin ber enska heitið Unspoken Messages: Notes on Lebowskian Theory. Davíð til halds og trausts við vinnslu greinarinnar var vinkona hans Sigríður Björnsdóttir og voru þau nokkrar vikur að fullvinna hana. Þar fjalla þau um tengsl myndarinnar við trúarbrögð, heimspeki og Tarot-spil. „Við erum miklir aðdáendur myndarinnar og höfum horft á hana í tugi skipta. Við höfum rætt um hana heima hjá okkur og í heitum pottum í sumarbústöðum og okkur fannst kominn tími til að ljúka þessu með þessum hætti," segir Davíð, sem rakst á síðuna þegar hann var að leita að upplýsingum um myndina. „Það er gaman að greinin skyldi vera birt og þeir voru ánægðir með hana „dúdarnir" sem sjá um síðuna."Jeff Bridges fór á kostum í hlutverki The Dude í The Big Lebowski.The Big Lebowski gerist í Los Angeles og fjallar um atvinnulausa keiluspilarann The Dude og vini hans. Frá því að myndin var frumsýnd 1998 hefur hún smám saman öðlast költ-stöðu bæði hér heima og erlendis. Í Reykjavík hefur verið haldin árleg Lebowski-hátíð og í Bandaríkjunum hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem leikarar myndarinnar, þar á meðal aðalleikarinn Jeff Bridges, hafa látið sjá sig. Davíð segir að myndin sé margslungnari en margir halda, eins og kemur berlega í ljós þegar grein hans er lesin. „Mikið af tarot-hugleiðingunum er frá Siggu en ég hafði mestan áhuga á því sem mér sýndist vera Biblíutilvitnanir og heimspekitilvitnanir, sem eru þarna, engin spurning," segir hann. Davíð, sem verður 63 ára á þessu ári, viðurkennir að margir í kringum hann séu undrandi á þessu óvenjulega áhugamáli hans. „Ég held að fólki finnist allur áhugi sem skilar sér ekki í beinhörðum peningum frekar undarlegur. En ég hef alltaf fengið sterk áhugamál. Ég var einu sinni með áhuga á Passíusálmunum og það fannst fólki algjörlega óþolandi en á meðan maður er með áhugamál er maður í einhverjum skilningi lifandi." Davíð er einnig með ljósmyndabók í smíðum sem hann vonast til að gefa út síðar á þessu ári. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Þessi mynd leynir alveg ótrúlega á sér. Það er ekki hægt að fá leiða á henni," segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík og aðdáandi bandarísku gamanmyndarinnar The Big Lebowski eftir Coen-bræður. Löng grein sem Davíð skrifaði um hin ýmsu tákn sem liggja undir yfirborðinu í The Big Lebowski birtist nýverið á bandarísku vefsíðunni Dudespaper.com sem er helguð aðalpersónunni The Dude. Greinin ber enska heitið Unspoken Messages: Notes on Lebowskian Theory. Davíð til halds og trausts við vinnslu greinarinnar var vinkona hans Sigríður Björnsdóttir og voru þau nokkrar vikur að fullvinna hana. Þar fjalla þau um tengsl myndarinnar við trúarbrögð, heimspeki og Tarot-spil. „Við erum miklir aðdáendur myndarinnar og höfum horft á hana í tugi skipta. Við höfum rætt um hana heima hjá okkur og í heitum pottum í sumarbústöðum og okkur fannst kominn tími til að ljúka þessu með þessum hætti," segir Davíð, sem rakst á síðuna þegar hann var að leita að upplýsingum um myndina. „Það er gaman að greinin skyldi vera birt og þeir voru ánægðir með hana „dúdarnir" sem sjá um síðuna."Jeff Bridges fór á kostum í hlutverki The Dude í The Big Lebowski.The Big Lebowski gerist í Los Angeles og fjallar um atvinnulausa keiluspilarann The Dude og vini hans. Frá því að myndin var frumsýnd 1998 hefur hún smám saman öðlast költ-stöðu bæði hér heima og erlendis. Í Reykjavík hefur verið haldin árleg Lebowski-hátíð og í Bandaríkjunum hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem leikarar myndarinnar, þar á meðal aðalleikarinn Jeff Bridges, hafa látið sjá sig. Davíð segir að myndin sé margslungnari en margir halda, eins og kemur berlega í ljós þegar grein hans er lesin. „Mikið af tarot-hugleiðingunum er frá Siggu en ég hafði mestan áhuga á því sem mér sýndist vera Biblíutilvitnanir og heimspekitilvitnanir, sem eru þarna, engin spurning," segir hann. Davíð, sem verður 63 ára á þessu ári, viðurkennir að margir í kringum hann séu undrandi á þessu óvenjulega áhugamáli hans. „Ég held að fólki finnist allur áhugi sem skilar sér ekki í beinhörðum peningum frekar undarlegur. En ég hef alltaf fengið sterk áhugamál. Ég var einu sinni með áhuga á Passíusálmunum og það fannst fólki algjörlega óþolandi en á meðan maður er með áhugamál er maður í einhverjum skilningi lifandi." Davíð er einnig með ljósmyndabók í smíðum sem hann vonast til að gefa út síðar á þessu ári. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira