Götótt saga riðar til falls Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 31. mars 2011 06:00 The Adjustment Bureau. Leikstjóri: George Nolfi. Leikarar: Matt Damon, Emily Blunt, Anthony Mackie, John Slattery, Terence Stamp. David Norris (Matt Damon) er piparsveinn í framboði til bandaríska öldungadeildarþingsins. Hann nær ekki kjöri en þegar hann bregður sér á snyrtinguna til að æfa tapræðuna sína rekst hann á hina undurfögru Elise (Emily Blunt). Þau eiga saman rómantíska stund á snyrtingunni og verða ástfangin, en áður en langt um líður er Norris klófestur af einhvers konar leyniþjónustu, sem sér til þess að aðdragandi heimsviðburða gangi samkvæmt fyrirfram ákveðinni forskrift. Leyniþjónustumennirnir vara Norris við og segja honum að honum sé ekki ætlað að vera með Elise og að mikilvægir atburðir framtíðarinnar velti á því að hann virði þau tilmæli. Sögufléttan hljómar eflaust kjánalega í ykkar eyrum, og vissulega er hún það, en framan af er hægt að fyrirgefa það í þágu afþreyingarinnar. Myndin nær upp sæmilegri spennu og óvenjulegt er að fylgjast með hasar þar sem aðalpersónan berst fyrir ástinni en ekki til að halda lífi og limum. Eina ógnin við Norris er í raun sú að vera sviptur frelsi til að elska manneskjuna sem hann þráir. Leyniþjónustan hótar að vísu að „núllstilla" í honum heilann, sem yrði til þess að minningar hans myndu þurrkast út og hann yrði slefandi kálhaus, en örlagalöggurnar vilja þó ekki grípa til þess ráðs nema þær hreinlega neyðist til þess. Það háir myndinni töluvert hversu alvarlega hún tekur sjálfa sig. Jafn vitfirrtur söguþráður og þessi hefði haft gott af léttara andrúmslofti og jafnvel nokkrum bröndurum á eigin kostnað. Sem ævintýramynd er hún nokkuð spennandi, en dramatíkin ristir ekki djúpt og sennilega er það vegna þess hversu ótrúverðug myndin er. Það er hægt að fá áhorfendur til þess að trúa hverju sem er ef forsendur sögunnar eru matreiddar rétt. Það kvartaði til dæmis enginn undan ótrúverðugleika Jurassic Park vegna þess að formálinn var fullkominn. En hér hefði mátt gera betur og verður óvandvirknin eiginlega til þess að myndin riðar hægt og rólega til falls eftir því sem lengra á hana líður. Ég vil þó ekki vera óþarflega neikvæður. The Adjustment Bureau er vel nothæf til þess að maula popp yfir á sunnudagseftirmiðdegi. En lengra nær notagildið ekki. Niðurstaða: Furðuleg froða sem hefði getað verið miklu betri. Núllstilling á heila áhorfandans gerir mögulega gæfumuninn. Lífið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
The Adjustment Bureau. Leikstjóri: George Nolfi. Leikarar: Matt Damon, Emily Blunt, Anthony Mackie, John Slattery, Terence Stamp. David Norris (Matt Damon) er piparsveinn í framboði til bandaríska öldungadeildarþingsins. Hann nær ekki kjöri en þegar hann bregður sér á snyrtinguna til að æfa tapræðuna sína rekst hann á hina undurfögru Elise (Emily Blunt). Þau eiga saman rómantíska stund á snyrtingunni og verða ástfangin, en áður en langt um líður er Norris klófestur af einhvers konar leyniþjónustu, sem sér til þess að aðdragandi heimsviðburða gangi samkvæmt fyrirfram ákveðinni forskrift. Leyniþjónustumennirnir vara Norris við og segja honum að honum sé ekki ætlað að vera með Elise og að mikilvægir atburðir framtíðarinnar velti á því að hann virði þau tilmæli. Sögufléttan hljómar eflaust kjánalega í ykkar eyrum, og vissulega er hún það, en framan af er hægt að fyrirgefa það í þágu afþreyingarinnar. Myndin nær upp sæmilegri spennu og óvenjulegt er að fylgjast með hasar þar sem aðalpersónan berst fyrir ástinni en ekki til að halda lífi og limum. Eina ógnin við Norris er í raun sú að vera sviptur frelsi til að elska manneskjuna sem hann þráir. Leyniþjónustan hótar að vísu að „núllstilla" í honum heilann, sem yrði til þess að minningar hans myndu þurrkast út og hann yrði slefandi kálhaus, en örlagalöggurnar vilja þó ekki grípa til þess ráðs nema þær hreinlega neyðist til þess. Það háir myndinni töluvert hversu alvarlega hún tekur sjálfa sig. Jafn vitfirrtur söguþráður og þessi hefði haft gott af léttara andrúmslofti og jafnvel nokkrum bröndurum á eigin kostnað. Sem ævintýramynd er hún nokkuð spennandi, en dramatíkin ristir ekki djúpt og sennilega er það vegna þess hversu ótrúverðug myndin er. Það er hægt að fá áhorfendur til þess að trúa hverju sem er ef forsendur sögunnar eru matreiddar rétt. Það kvartaði til dæmis enginn undan ótrúverðugleika Jurassic Park vegna þess að formálinn var fullkominn. En hér hefði mátt gera betur og verður óvandvirknin eiginlega til þess að myndin riðar hægt og rólega til falls eftir því sem lengra á hana líður. Ég vil þó ekki vera óþarflega neikvæður. The Adjustment Bureau er vel nothæf til þess að maula popp yfir á sunnudagseftirmiðdegi. En lengra nær notagildið ekki. Niðurstaða: Furðuleg froða sem hefði getað verið miklu betri. Núllstilling á heila áhorfandans gerir mögulega gæfumuninn.
Lífið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira