Óþarfi að hafa lesið Tolkien 6. apríl 2011 20:00 Spurning um siðferði. Verður þinn Hawke Móðir Theresa eða Gaddafí? Tölvuleikir - Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu. Dragon Age II Það er ekki hægt að þræta fyrir það að í Bioware-flokknum eru snillingar þegar kemur að því að búa til góða RPG-tölvuleiki sem skarta spennandi sögu, endalausum möguleikum í spilun og heillandi heimi sem leikmenn geta gleymt sér í tímunum saman. Það þarf ekki að gera annað en að líta á titla á borð við Mass Effect og Dragon Age Origins til að sannfærast um að Bioware kann sitt fag. Dragon Age Origins var góður leikur en allt of flókin saga, þunglamalegt bardagakerfi ásamt öðrum þáttum gerðu það að verkum að margir hreinlega týndu sér í leiknum og misstu áhugann. Til að taka á þessu hefur Bioware einfaldað leikinn mjög mikið. Bardagakerfið er einfaldara, sagan ekki eins yfirgnæfandi og öll umsýsla, sem fylgir hinum klassíska RPG-leik, er orðin mun einfaldari. Afraksturinn er sá að Dragon Age er mun straumlínulagaðri og því aðgengilegri. Þessi einföldun gæti þó hins vegar gert það að verkum að harðir aðdáendur fyrri leiksins munu snúa baki við þessari „léttari" útgáfu. Svona rétt eins og menntasnobbarar myndu snúa baki við uppfærðri útgáfu af Hamlet með Dolph Lundgren í aðalhlutverki. Dragon Age II er leikur sem hefur alla burði til að soga upp heilu vikurnar af lífi leikmanna. Eðli leiksins er á þann veg að menn munu geta spilað oft í gegnum söguþráð leiksins og spilunin mun aldrei verða eins. Uppfærð grafíkvél og straumlínulagaðri spilun gerir það að verkum að RPG nýgræðingar ættu ekki að þurfa að stressa sig of mikið yfir því að hafa aldrei spilað Dungeons and Dragons eða lesið Tolkien. En það gæti þó hjálpað.- vijSpilun - 4/5Grafík - 4/5Hljóð - 3/5Ending - 5/5 Niðurstaða 4/5 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tölvuleikir - Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu. Dragon Age II Það er ekki hægt að þræta fyrir það að í Bioware-flokknum eru snillingar þegar kemur að því að búa til góða RPG-tölvuleiki sem skarta spennandi sögu, endalausum möguleikum í spilun og heillandi heimi sem leikmenn geta gleymt sér í tímunum saman. Það þarf ekki að gera annað en að líta á titla á borð við Mass Effect og Dragon Age Origins til að sannfærast um að Bioware kann sitt fag. Dragon Age Origins var góður leikur en allt of flókin saga, þunglamalegt bardagakerfi ásamt öðrum þáttum gerðu það að verkum að margir hreinlega týndu sér í leiknum og misstu áhugann. Til að taka á þessu hefur Bioware einfaldað leikinn mjög mikið. Bardagakerfið er einfaldara, sagan ekki eins yfirgnæfandi og öll umsýsla, sem fylgir hinum klassíska RPG-leik, er orðin mun einfaldari. Afraksturinn er sá að Dragon Age er mun straumlínulagaðri og því aðgengilegri. Þessi einföldun gæti þó hins vegar gert það að verkum að harðir aðdáendur fyrri leiksins munu snúa baki við þessari „léttari" útgáfu. Svona rétt eins og menntasnobbarar myndu snúa baki við uppfærðri útgáfu af Hamlet með Dolph Lundgren í aðalhlutverki. Dragon Age II er leikur sem hefur alla burði til að soga upp heilu vikurnar af lífi leikmanna. Eðli leiksins er á þann veg að menn munu geta spilað oft í gegnum söguþráð leiksins og spilunin mun aldrei verða eins. Uppfærð grafíkvél og straumlínulagaðri spilun gerir það að verkum að RPG nýgræðingar ættu ekki að þurfa að stressa sig of mikið yfir því að hafa aldrei spilað Dungeons and Dragons eða lesið Tolkien. En það gæti þó hjálpað.- vijSpilun - 4/5Grafík - 4/5Hljóð - 3/5Ending - 5/5 Niðurstaða 4/5
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira