Ghostface Killah: Djammið og dömurnar á Íslandi heilla 1. apríl 2011 10:00 til íslands í fyrsta sinn Ghostface Killah heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi á laugardaginn. nordicphotos/getty Ghostface Killah, meðlimur Wu-Tang Clan, heldur tónleika á Nasa á laugardagskvöld. Hann er einhleypur og hlakkar til að kynnast næturlífinu í Reykjavík. Bandaríski rapparinn Ghostface Killah stígur á svið á Nasa á laugardagskvöld á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival. Hann er klár í slaginn og ávarpar blaðamann eins og sönnum rappara sæmir: „Yo, wassup! Any Iceland dogs out there?" Herra Ghostface hlakkar mikið til Íslandsfararinnar: „Ég hef aldrei komið þangað áður. Hvernig staður er þetta? Er góður matur þarna?" Sjálfur segist hann ekki eiga neinn uppáhaldsmat: „Ég er hættur að borða ýmsar tegundir af mat. Ég vona bara að þegar við komum verðið þið með eitthvað gott handa okkur," segir hann og vísar í breytt mataræði vegna sykursýki sem hann greindist með árið 1996. Hún hefur vitaskuld haft áhrif á hans daglega líf. „Maður getur ekki gert sumt af því sem maður gerði áður. Maður verður að fara varlega." Ghostface Killah heitir réttu nafni Dennis Coles og fæddist árið 1970. Hann ólst upp á Staten Island í New York og steig fyrst fram á sjónarsviðið á fyrstu plötu rappsveitarinnar Wu-Tang Clan, hinni vinsælu Enter the Wu-Tang (36 Chambers) sem kom út 1993. Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta rappsveit sögunnar og hefur gefið út fimm plötur, þá síðustu fyrir fjórum árum. Liðsmenn sveitarinnar, sem upphaflega voru níu talsins, hafa einnig gefið út fjölda sólóplatna, þar á meðal Ghostface sem hefur sent frá sér níu stykki. Hann er þekktur fyrir hratt og hnitmiðað rímnaflæði sitt og hefur verið duglegur við að nota búta úr eldri lögum á farsælum ferli sínum. Aðspurður segir hann engan sérstakan tónlistarmann vera í uppáhaldi hjá sér. „Þeir eru eiginlega margir. Það eru samt ekki þessir nýju gaurar heldur meira þessir frá því í gamla daga," segir hann. Innblásturinn fyrir lagasmíðum sínum og textagerð fær hann úr lífinu sjálfu. „Við upplifum alls konar kringumstæður og göngum í gegnum mismunandi hluti í lífinu. Maður tekur þessa hluti sem maður sér og það sem maður heyrir um og býr til setningar úr þessum aðstæðum," greinir hann frá. „Síðan tengir maður þetta auðvitað við tónlistina. Minn innblástur kemur úr lífinu sjálfu og hversu erfitt það getur verið. Ég gæti ekki skrifað þessa texta án þess að hafa upplifað alls konar hluti eða heyrt af því sem aðrir hafa gengið í gegnum." Ghostface er að undirbúa nýja plötu með D-Block sem kemur út síðar á þessu ári. Sjötta plata Wu-Tang Clan er þó ekki á teikniborðinu alveg strax. „Það eru margar plötur á leiðinni, maður verður bara að grípa þær. Sumir [úr Wu-Tang] eru tilbúnir með plötur eins og Masta Killa og Genius (GZA) og Raekwon er nýbúinn að gefa út. Sumir eru líka að vinna í bíómyndum þannig að það eru allir mjög uppteknir. Við gerum hlutina skref fyrir skref og sjáum svo til hvað gerist í framtíðinni." Aðspurður segist hann sakna þess að hanga með félögum sínum í Wu-Tang eins og í gamla daga. „Mér finnst frábært að vera með þeim en við erum orðnir eldri núna og erum ekki eins mikið saman og þegar við vorum að byrja. Menn eru líka með fjölskyldur og ýmislegt þannig. Ég sakna þess samt alltaf að búa til tónlist með þeim og fara í tónleikaferðir því þar er uppruni okkar." Ghostface er einhleypur og langar að kynnast næturlífinu í Reykjavík og dömunum sem þar eru á hverju strái. Einnig vonast hann til að skoða sig um á landinu ef hann hefur tíma til þess. Enginn úr Wu-Tang Clan verður með honum á sviðinu á Nasa en samt sem áður lofar Ghostface kröftugum og flottum tónleikum. „Ég skora á fólk að mæta á tónleikana og sjá okkur. Við skulum skemmta okkur vel saman á Íslandi." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Ghostface Killah, meðlimur Wu-Tang Clan, heldur tónleika á Nasa á laugardagskvöld. Hann er einhleypur og hlakkar til að kynnast næturlífinu í Reykjavík. Bandaríski rapparinn Ghostface Killah stígur á svið á Nasa á laugardagskvöld á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival. Hann er klár í slaginn og ávarpar blaðamann eins og sönnum rappara sæmir: „Yo, wassup! Any Iceland dogs out there?" Herra Ghostface hlakkar mikið til Íslandsfararinnar: „Ég hef aldrei komið þangað áður. Hvernig staður er þetta? Er góður matur þarna?" Sjálfur segist hann ekki eiga neinn uppáhaldsmat: „Ég er hættur að borða ýmsar tegundir af mat. Ég vona bara að þegar við komum verðið þið með eitthvað gott handa okkur," segir hann og vísar í breytt mataræði vegna sykursýki sem hann greindist með árið 1996. Hún hefur vitaskuld haft áhrif á hans daglega líf. „Maður getur ekki gert sumt af því sem maður gerði áður. Maður verður að fara varlega." Ghostface Killah heitir réttu nafni Dennis Coles og fæddist árið 1970. Hann ólst upp á Staten Island í New York og steig fyrst fram á sjónarsviðið á fyrstu plötu rappsveitarinnar Wu-Tang Clan, hinni vinsælu Enter the Wu-Tang (36 Chambers) sem kom út 1993. Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta rappsveit sögunnar og hefur gefið út fimm plötur, þá síðustu fyrir fjórum árum. Liðsmenn sveitarinnar, sem upphaflega voru níu talsins, hafa einnig gefið út fjölda sólóplatna, þar á meðal Ghostface sem hefur sent frá sér níu stykki. Hann er þekktur fyrir hratt og hnitmiðað rímnaflæði sitt og hefur verið duglegur við að nota búta úr eldri lögum á farsælum ferli sínum. Aðspurður segir hann engan sérstakan tónlistarmann vera í uppáhaldi hjá sér. „Þeir eru eiginlega margir. Það eru samt ekki þessir nýju gaurar heldur meira þessir frá því í gamla daga," segir hann. Innblásturinn fyrir lagasmíðum sínum og textagerð fær hann úr lífinu sjálfu. „Við upplifum alls konar kringumstæður og göngum í gegnum mismunandi hluti í lífinu. Maður tekur þessa hluti sem maður sér og það sem maður heyrir um og býr til setningar úr þessum aðstæðum," greinir hann frá. „Síðan tengir maður þetta auðvitað við tónlistina. Minn innblástur kemur úr lífinu sjálfu og hversu erfitt það getur verið. Ég gæti ekki skrifað þessa texta án þess að hafa upplifað alls konar hluti eða heyrt af því sem aðrir hafa gengið í gegnum." Ghostface er að undirbúa nýja plötu með D-Block sem kemur út síðar á þessu ári. Sjötta plata Wu-Tang Clan er þó ekki á teikniborðinu alveg strax. „Það eru margar plötur á leiðinni, maður verður bara að grípa þær. Sumir [úr Wu-Tang] eru tilbúnir með plötur eins og Masta Killa og Genius (GZA) og Raekwon er nýbúinn að gefa út. Sumir eru líka að vinna í bíómyndum þannig að það eru allir mjög uppteknir. Við gerum hlutina skref fyrir skref og sjáum svo til hvað gerist í framtíðinni." Aðspurður segist hann sakna þess að hanga með félögum sínum í Wu-Tang eins og í gamla daga. „Mér finnst frábært að vera með þeim en við erum orðnir eldri núna og erum ekki eins mikið saman og þegar við vorum að byrja. Menn eru líka með fjölskyldur og ýmislegt þannig. Ég sakna þess samt alltaf að búa til tónlist með þeim og fara í tónleikaferðir því þar er uppruni okkar." Ghostface er einhleypur og langar að kynnast næturlífinu í Reykjavík og dömunum sem þar eru á hverju strái. Einnig vonast hann til að skoða sig um á landinu ef hann hefur tíma til þess. Enginn úr Wu-Tang Clan verður með honum á sviðinu á Nasa en samt sem áður lofar Ghostface kröftugum og flottum tónleikum. „Ég skora á fólk að mæta á tónleikana og sjá okkur. Við skulum skemmta okkur vel saman á Íslandi." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“