Á Icerave segja allir VÁ 8. apríl 2011 10:00 Sigurður Arent og vinir hans halda Kanilkvöld á Faktorý á laugardagskvöld. Hann hefur ekki áhyggjur af því að deilur um Icesave skemmi stemninguna.Fréttablaðið/Valli Kanilkvöld er yfirskrift nýrra mánaðarlegra danstónlistarkvölda. Annað Kanilkvöldið verður haldið á morgun á Faktorý. Sigurður Arent skipuleggjandi hefur ekki áhyggjur af brjáluðu Icesave-fólki. „Þetta er eitt af mikilvægustu kvöldum Íslandssögu seinni tíma. Það er frábært að hitta á það," segir Sigurður Arent Jónsson, einn skipuleggjenda Kanilkvöldanna sem haldin eru mánaðarlega á Faktorý. Annað Kanilkvöldið verður á morgun, sama kvöld og Íslendingar fá niðurstöðu í Icesave. Af því tilefni fær kvöldið undirheitið Icerave. „Þetta verður bara dansveisla eins og síðast. Við einbeitum okkur ekki að neinum ákveðnum tónlistarstílum, við reynum bara að halda þessu opnu og skemmtilegu," segir Sigurður, sem skipuleggur kvöldin ásamt hópi dansáhugafólks – Kanilsnúðanna eins og þau kalla sig. Sigurður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að halda Kanilkvöld á sjálfum Icesave-deginum. Hann óttist það ekki að gestir skiptist í tvær fylkingar og til átaka komi. „Þetta er ópólitísk dansskemmtun," segir Sigurður í léttum tón. En hvort eiga gestir Kanilkvöldanna að segja nei eða já? „Þeir eiga að segja Vá." Sigurður segir að tilurð Kanilkvöldanna megi ekki rekja til þess að danstónlist vanti á börum borgarinnar. Þeir hafi einfaldlega séð tækifæri til að búa til skemmtun fyrir fólk í kringum sig og aðra áhugasama. En er alveg nóg af fólki sem hlustar á danstónlist? „Ég held það. Þegar svona kreppur skella á sækir fólk í að gleyma sér í trylltum dansi. Árið í ár hefur farið vel af stað hjá fólki sem fílar að dansa og það hefur verið mjög góð dagskrá á Faktorý. Við smellpössum þar inn." hdm@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Kanilkvöld er yfirskrift nýrra mánaðarlegra danstónlistarkvölda. Annað Kanilkvöldið verður haldið á morgun á Faktorý. Sigurður Arent skipuleggjandi hefur ekki áhyggjur af brjáluðu Icesave-fólki. „Þetta er eitt af mikilvægustu kvöldum Íslandssögu seinni tíma. Það er frábært að hitta á það," segir Sigurður Arent Jónsson, einn skipuleggjenda Kanilkvöldanna sem haldin eru mánaðarlega á Faktorý. Annað Kanilkvöldið verður á morgun, sama kvöld og Íslendingar fá niðurstöðu í Icesave. Af því tilefni fær kvöldið undirheitið Icerave. „Þetta verður bara dansveisla eins og síðast. Við einbeitum okkur ekki að neinum ákveðnum tónlistarstílum, við reynum bara að halda þessu opnu og skemmtilegu," segir Sigurður, sem skipuleggur kvöldin ásamt hópi dansáhugafólks – Kanilsnúðanna eins og þau kalla sig. Sigurður kveðst ekki hafa áhyggjur af því að halda Kanilkvöld á sjálfum Icesave-deginum. Hann óttist það ekki að gestir skiptist í tvær fylkingar og til átaka komi. „Þetta er ópólitísk dansskemmtun," segir Sigurður í léttum tón. En hvort eiga gestir Kanilkvöldanna að segja nei eða já? „Þeir eiga að segja Vá." Sigurður segir að tilurð Kanilkvöldanna megi ekki rekja til þess að danstónlist vanti á börum borgarinnar. Þeir hafi einfaldlega séð tækifæri til að búa til skemmtun fyrir fólk í kringum sig og aðra áhugasama. En er alveg nóg af fólki sem hlustar á danstónlist? „Ég held það. Þegar svona kreppur skella á sækir fólk í að gleyma sér í trylltum dansi. Árið í ár hefur farið vel af stað hjá fólki sem fílar að dansa og það hefur verið mjög góð dagskrá á Faktorý. Við smellpössum þar inn." hdm@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira