Tróðu upp í Kaupmannahöfn 19. apríl 2011 11:00 Á sviðinu í kaupmannahöfn Kristján Ingimarsson og Ragnar Ísleifur Bragason í sýningunni Fools of the World Unite í Kaupmannahöfn. „Við áttum æðislega daga í Köben. Ég átti reyndar pantað borð á Hard Rock Café en komst ekki. Svo var Tívolíið lokað en Strikið stóð fyrir sínu,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason listamaður. Þremur meðlimum Leikhúss listamanna var boðið til Kaupmannahafnar á dögunum til að taka þátt í sýningu Kristjáns Ingimarssonar fjöllistamanns. Sýningin ber heitið Fools of the World Unite og fjallar um það að finna fíflið innra með sér, sleppa því lausu og gera sig að fífli. Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Snorri Ásmundsson dvöldu í viku í Kaupmannahöfn og unnu með Kristjáni. Hann gaf þeim lausan tauminn í spuna og leyfði þeim að taka þátt í síðustu fjórum sýningunum á verkinu. „Við fengum að taka þátt í þessari uppreisn hans. Honum finnst eitthvað bogið við samfélagið og vill að fólk finni fíflið inni í sér og sleppi því lausu,“ segir Ragnar. Ragnar flutti meðal annars ljóð sitt sem hann og Kristján snöruðu yfir á dönsku. „Þetta var frekar persónulegt ljóð. Daninn vissi ekki hvernig hann ætti að bregðast við þessum íslenska rauðhaus og fór bara að hlæja að mér. Ég kunni alveg að meta það og þetta var skemmtilega vandræðalegt.“ Næstsíðasta skemmtikvöld Leikhúss listamanna verður í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 21. Á dagskránni eru nokkrir gjörningar, til að mynda frá Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Ingibjörgu Magnadóttur og Söru Björnsdóttur en kynnir er sem fyrr Ármann Reynisson vinjettuhöfundur. Þá treður Pittsburgh-búinn Nathan Hall upp með bjölluspili og söng og Ragnar flytur áðurnefnt ljóð sitt.- hdm Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
„Við áttum æðislega daga í Köben. Ég átti reyndar pantað borð á Hard Rock Café en komst ekki. Svo var Tívolíið lokað en Strikið stóð fyrir sínu,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason listamaður. Þremur meðlimum Leikhúss listamanna var boðið til Kaupmannahafnar á dögunum til að taka þátt í sýningu Kristjáns Ingimarssonar fjöllistamanns. Sýningin ber heitið Fools of the World Unite og fjallar um það að finna fíflið innra með sér, sleppa því lausu og gera sig að fífli. Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Snorri Ásmundsson dvöldu í viku í Kaupmannahöfn og unnu með Kristjáni. Hann gaf þeim lausan tauminn í spuna og leyfði þeim að taka þátt í síðustu fjórum sýningunum á verkinu. „Við fengum að taka þátt í þessari uppreisn hans. Honum finnst eitthvað bogið við samfélagið og vill að fólk finni fíflið inni í sér og sleppi því lausu,“ segir Ragnar. Ragnar flutti meðal annars ljóð sitt sem hann og Kristján snöruðu yfir á dönsku. „Þetta var frekar persónulegt ljóð. Daninn vissi ekki hvernig hann ætti að bregðast við þessum íslenska rauðhaus og fór bara að hlæja að mér. Ég kunni alveg að meta það og þetta var skemmtilega vandræðalegt.“ Næstsíðasta skemmtikvöld Leikhúss listamanna verður í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 21. Á dagskránni eru nokkrir gjörningar, til að mynda frá Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Ingibjörgu Magnadóttur og Söru Björnsdóttur en kynnir er sem fyrr Ármann Reynisson vinjettuhöfundur. Þá treður Pittsburgh-búinn Nathan Hall upp með bjölluspili og söng og Ragnar flytur áðurnefnt ljóð sitt.- hdm
Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira