Simmi og Jói löðrandi sveittir í steggjun á Selfossi 20. apríl 2011 10:00 simmi og jói Jói var steggjaður um síðustu helgi og gekk ýmislegt á. fréttablaðið/stefán „Það eru bara fagmenn sem láta sjá sig á Dirty Night," segir gleðipinninn Óli Geir. Hann stjórnaði sínu fyrsta Dirty Night kvöldi á 800 Bar á Selfossi í heilt ár um síðustu helgi og á meðal gesta var tvöfalda tvíeykið Simmi og Jói og Auddi og Sveppi. Heimsókn þeirra á 800 Bar var hluti af steggjun Jóa sem var haldin á laugardaginn en Jói ætlar að ganga upp að altarinu í sumar. „Þeir voru þarna í góðum gír. Ég var náttúrlega að spila sjálfur en á meðan það var verið að loka og henda öllum út sá ég að það voru allir utan í þeim og vildu fá myndir," segir Óli Geir. „Staðurinn var alveg troðfullur og þetta kvöld heppnaðist ótrúlega vel." Dirty Night kvöld Óla Geirs hafa vakið mikla athygli í gegnum tíðina. Meðal annars sýna þar ungar meyjar undirföt, auk þess sem gestir geta keypt af þeim tekílaskot og sleikt saltið af brjóstunum á þeim. Á meðan á þessu stendur þeytir Óli Geir skífum af miklum þrótti. Eiður Birgisson, eigandi 800 Bar, tók á móti Jóa og félögum: „Það var gríðarleg stemning í húsinu og barinn var löðrandi sveittur," segir hann. Steggjahópurinn samanstóð af átján manns en ekki mættu þó allir á Dirty Night, enda klukkan orðin ansi margt. „Þeir allra hörðustu komu til mín." Steggjunin hófst í miðjum útvarpsþætti Simma og Jóa á Bylgjunni á laugardagsmorgun. Vinir hans ruddust þá inn í stúdíóið og drógu Jóa í burtu. Á meðal þess sem tók við var hin svokallaða „Stjórnun" Audda og Sveppa, þar sem Jóa var stjórnað í Kringlunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var einnig komið í kring fundi með Jóa og kraftajötninum Jóni stóra. Þeir voru látnir klæðast eins fötum og þóttist Jón síður en svo vera ánægður með klæðaburð Jóa og tuskaði hamborgaradrenginn lítillega til. Eftir að hafa drukkið sérmerktan Jóa-bjór var steggjunum í framhaldinu ekið á rútu í sumarbústað í Úthlíð þar sem fjörið hélt áfram. Þaðan var síðan förinni heitið á 800 Bar, þar sem þeir hörðustu skemmtu sér fram á rauða nótt, eins og áður kom fram. Ekki náðist í Jóa í gær en Simmi vinur hans vildi lítið tjá sig um steggjunina. Þó sagði hann að í stuttu máli að um þrautakóng hefði verið að ræða þar sem hinar ýmsu þrautir voru leystar. „Ef þú hugsar um Hangover [gamanmyndina] má segja að við höfum upplifað Hangover 3 nema að enginn missti tönn og það var ekkert lifanditígrisdýr." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
„Það eru bara fagmenn sem láta sjá sig á Dirty Night," segir gleðipinninn Óli Geir. Hann stjórnaði sínu fyrsta Dirty Night kvöldi á 800 Bar á Selfossi í heilt ár um síðustu helgi og á meðal gesta var tvöfalda tvíeykið Simmi og Jói og Auddi og Sveppi. Heimsókn þeirra á 800 Bar var hluti af steggjun Jóa sem var haldin á laugardaginn en Jói ætlar að ganga upp að altarinu í sumar. „Þeir voru þarna í góðum gír. Ég var náttúrlega að spila sjálfur en á meðan það var verið að loka og henda öllum út sá ég að það voru allir utan í þeim og vildu fá myndir," segir Óli Geir. „Staðurinn var alveg troðfullur og þetta kvöld heppnaðist ótrúlega vel." Dirty Night kvöld Óla Geirs hafa vakið mikla athygli í gegnum tíðina. Meðal annars sýna þar ungar meyjar undirföt, auk þess sem gestir geta keypt af þeim tekílaskot og sleikt saltið af brjóstunum á þeim. Á meðan á þessu stendur þeytir Óli Geir skífum af miklum þrótti. Eiður Birgisson, eigandi 800 Bar, tók á móti Jóa og félögum: „Það var gríðarleg stemning í húsinu og barinn var löðrandi sveittur," segir hann. Steggjahópurinn samanstóð af átján manns en ekki mættu þó allir á Dirty Night, enda klukkan orðin ansi margt. „Þeir allra hörðustu komu til mín." Steggjunin hófst í miðjum útvarpsþætti Simma og Jóa á Bylgjunni á laugardagsmorgun. Vinir hans ruddust þá inn í stúdíóið og drógu Jóa í burtu. Á meðal þess sem tók við var hin svokallaða „Stjórnun" Audda og Sveppa, þar sem Jóa var stjórnað í Kringlunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var einnig komið í kring fundi með Jóa og kraftajötninum Jóni stóra. Þeir voru látnir klæðast eins fötum og þóttist Jón síður en svo vera ánægður með klæðaburð Jóa og tuskaði hamborgaradrenginn lítillega til. Eftir að hafa drukkið sérmerktan Jóa-bjór var steggjunum í framhaldinu ekið á rútu í sumarbústað í Úthlíð þar sem fjörið hélt áfram. Þaðan var síðan förinni heitið á 800 Bar, þar sem þeir hörðustu skemmtu sér fram á rauða nótt, eins og áður kom fram. Ekki náðist í Jóa í gær en Simmi vinur hans vildi lítið tjá sig um steggjunina. Þó sagði hann að í stuttu máli að um þrautakóng hefði verið að ræða þar sem hinar ýmsu þrautir voru leystar. „Ef þú hugsar um Hangover [gamanmyndina] má segja að við höfum upplifað Hangover 3 nema að enginn missti tönn og það var ekkert lifanditígrisdýr." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“