Leikkonan Kate Winslet segist í viðtali við breska blaðið Hello varla geta sest niður og slappað af án þess að fá samviskubit. Winslet er tveggja barna einstæð móðir og segist hafa látið sjálfa sig sitja á hakanum síðan hún varð móðir.
„Ég var búin að gleyma því hvernig það var að setjast niður og lesa eða bara til að slappa af. Það er nóg um verkefni heima fyrir sem ég get frekar afgreitt en nú verð ég að skipa sjálfri mér að slappa af nokkrum sinnum á dag,“ segir Winslet, sem skildi við leikstjórann Sam Mendes fyrir ári.

