Matthew Rutler, hinn 25 ára kærasti söngkonunnar Christinu Aguilera, hefur sloppið við ákæru fyrir ölvunarakstur.
Hann var handtekinn 1. mars grunaður um ölvun við akstur. Vegna skorts á sönnunargögnum sleppur hann við ákæru. Hin þrítuga Aguilera var einnig handtekin þetta sama kvöld fyrir að vera ölvuð á almannafæri.
Stutt er síðan söngkonan skildi við eiginmann sinn Jordan Bratman. Saman eiga þau drenginn Max sem er þriggja ára.

