Aldarfjórðungur frá slysinu í Tsjernobyl 26. apríl 2011 03:15 Ban ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Viktor Janúkovitsj, forseti Úkraínu, og Yukiya Amano, yfirmaður kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan kjarnaofninn sem sprakk fyrir aldarfjórðungi. nordicphotos/AFP Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Atburðirnir í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa orðið til að minna enn frekar á þá hættu, sem fylgir nýtingu kjarnorkunnar. Þó eru þeir varla sambærilegir við það sem gerðist í Tsjernobyl. Á miðvikudag hófst alþjóðleg ráðstefna í Úkraínu til þess að safna fé til hreinsunarstarfs í Tsjernobyl, þar sem enn er mikið verk óunnið þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá slysinu. Árangur fjársöfnunarinnar olli hins vegar vonbrigðum. Vonast hafði verið til að um 115 milljarðar króna myndu safnast, en þátttakendur ráðstefnunnar, sem voru bæði ríki og stofnanir, gáfu einungis vilyrði fyrir tæplega 70 milljörðum króna. Yukiya Amano, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði í síðustu viku að hvorki Tsjernobylslysið né atburðirnir í Fukushima nú nýverið dragi úr vægi kjarnorkunnar. Hún verði áfram notuð víða um heim, en alþjóðasamfélagið verði samt að tryggja öryggi hennar.Í Japan gengur baráttan við lekann úr kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist illa í hamförunum í síðasta mánuði, þó enn brösuglega. Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja betur banni við mannaferðum í 20 kílómetra hringferli umhverfis verið. Á þessu svæði bjuggu nærri 80 þúsund manns í tíu þorpum og bæjum. Í Úkraínu komu tvö þúsund manns, sem unnu að hreinsun eftir slysið þar fyrir aldarfjórðungi, saman um síðustu helgi til að mótmæla því að lífeyrir til þeirra hefur lækkað. Alls voru um 600 þúsund manns sendir til Tsjernobyl víðs vegar að frá Sovétríkjunum til að sinna hreinsunarverkum og bjarga því sem bjargað varð. „Ég var 23 ára þá og sinnti skylduverkum mínum fyrir þjóðina," segir Leonid Lítvínenko, 48 ára gamall maður sem segist nú þurfa að nota helminginn af lífeyri sínum til að kaupa lyf. „Nú er ég öryrki og þjóðin mín hefur varpað mér fyrir borð." gudsteinn@frettabladid.is Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Atburðirnir í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa orðið til að minna enn frekar á þá hættu, sem fylgir nýtingu kjarnorkunnar. Þó eru þeir varla sambærilegir við það sem gerðist í Tsjernobyl. Á miðvikudag hófst alþjóðleg ráðstefna í Úkraínu til þess að safna fé til hreinsunarstarfs í Tsjernobyl, þar sem enn er mikið verk óunnið þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá slysinu. Árangur fjársöfnunarinnar olli hins vegar vonbrigðum. Vonast hafði verið til að um 115 milljarðar króna myndu safnast, en þátttakendur ráðstefnunnar, sem voru bæði ríki og stofnanir, gáfu einungis vilyrði fyrir tæplega 70 milljörðum króna. Yukiya Amano, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði í síðustu viku að hvorki Tsjernobylslysið né atburðirnir í Fukushima nú nýverið dragi úr vægi kjarnorkunnar. Hún verði áfram notuð víða um heim, en alþjóðasamfélagið verði samt að tryggja öryggi hennar.Í Japan gengur baráttan við lekann úr kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist illa í hamförunum í síðasta mánuði, þó enn brösuglega. Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja betur banni við mannaferðum í 20 kílómetra hringferli umhverfis verið. Á þessu svæði bjuggu nærri 80 þúsund manns í tíu þorpum og bæjum. Í Úkraínu komu tvö þúsund manns, sem unnu að hreinsun eftir slysið þar fyrir aldarfjórðungi, saman um síðustu helgi til að mótmæla því að lífeyrir til þeirra hefur lækkað. Alls voru um 600 þúsund manns sendir til Tsjernobyl víðs vegar að frá Sovétríkjunum til að sinna hreinsunarverkum og bjarga því sem bjargað varð. „Ég var 23 ára þá og sinnti skylduverkum mínum fyrir þjóðina," segir Leonid Lítvínenko, 48 ára gamall maður sem segist nú þurfa að nota helminginn af lífeyri sínum til að kaupa lyf. „Nú er ég öryrki og þjóðin mín hefur varpað mér fyrir borð." gudsteinn@frettabladid.is
Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira