Æskuvinirnir frá Kaliforníu 5. maí 2011 16:00 Gríngengið Lonely Island getur ekki birt myndband á Youtube án þess að milljónir manna horfi á það. Ný plata er á leiðinni frá genginu og á meðal gesta eru Justin Timberlake og sjálfur Michael Bolton. Gríngengið Lonely Island sendir frá sér aðra breiðskífu sína seinna í maí. Platan heitir Turtleneck and Chain og fylgir eftir Incredibad sem kom út árið 2009. Lonely Island gengið samanstendur af æskuvinunum Akiva Schaffer, Jorma Taccone og Andy Samberg, en þeir byrjuðu að semja grínlög og framleiða myndbönd í grunnskóla í Kaliforníu. Þeir reyndu að koma sér á framfæri á ýmsan hátt þangað til Lorne Michaels, skapari skemmtiþáttanna Saturday Night Live, tók eftir því sem þeir voru að gera og bauð þeim starf í þætti sínum. Saman sömdu þeir svo grínlagið Lazy Sunday, myndbandið var sýnt í Saturday Night Live og sló samstundis í gegn á netinu. Eftir það fylgdu gríðarlega vinsæl myndbönd á borð við Dick in a Box, sem Justin Timberlake flutti ásamt Andy Samberg, Like a Boss, sem skartaði leikaranum Seth Rogen, og Jizz in My Pants en mynbandið við það má sjá hér fyrir ofan. Justin Timberlake hefur verið duglegur við að starfa með Lonely Island genginu. Hann kemur fram í laginu Motherlover, sem er eflaust elsta lagið á nýju plötunni. Myndbandið við lagið sló rækilega í gegn á netinu, eins og reyndar myndbönd hópsins. Snoop Dogg, Akon, Rihanna, Nicki Minaj, John Waters, Beck og enginn annar en Michael Bolton eru á meðal gesta á nýju plötunni. Lög Lonely Island eru ekki aðeins fyndin heldur afar grípandi tónlistarlega, en þar hafa þeir mikið á forskot á kollega sína í grínbransanum. Talað er um að það geti reynst erfitt fyrir Lonely Island gengið að toppa fyrri plötuna, en Chris Coplan, blaðamaður vefritsins Consequence of Sound, segir ný lög á borð við hið magnaða I Just Had Sex benda til þess að það eigi helling inni. atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Gríngengið Lonely Island getur ekki birt myndband á Youtube án þess að milljónir manna horfi á það. Ný plata er á leiðinni frá genginu og á meðal gesta eru Justin Timberlake og sjálfur Michael Bolton. Gríngengið Lonely Island sendir frá sér aðra breiðskífu sína seinna í maí. Platan heitir Turtleneck and Chain og fylgir eftir Incredibad sem kom út árið 2009. Lonely Island gengið samanstendur af æskuvinunum Akiva Schaffer, Jorma Taccone og Andy Samberg, en þeir byrjuðu að semja grínlög og framleiða myndbönd í grunnskóla í Kaliforníu. Þeir reyndu að koma sér á framfæri á ýmsan hátt þangað til Lorne Michaels, skapari skemmtiþáttanna Saturday Night Live, tók eftir því sem þeir voru að gera og bauð þeim starf í þætti sínum. Saman sömdu þeir svo grínlagið Lazy Sunday, myndbandið var sýnt í Saturday Night Live og sló samstundis í gegn á netinu. Eftir það fylgdu gríðarlega vinsæl myndbönd á borð við Dick in a Box, sem Justin Timberlake flutti ásamt Andy Samberg, Like a Boss, sem skartaði leikaranum Seth Rogen, og Jizz in My Pants en mynbandið við það má sjá hér fyrir ofan. Justin Timberlake hefur verið duglegur við að starfa með Lonely Island genginu. Hann kemur fram í laginu Motherlover, sem er eflaust elsta lagið á nýju plötunni. Myndbandið við lagið sló rækilega í gegn á netinu, eins og reyndar myndbönd hópsins. Snoop Dogg, Akon, Rihanna, Nicki Minaj, John Waters, Beck og enginn annar en Michael Bolton eru á meðal gesta á nýju plötunni. Lög Lonely Island eru ekki aðeins fyndin heldur afar grípandi tónlistarlega, en þar hafa þeir mikið á forskot á kollega sína í grínbransanum. Talað er um að það geti reynst erfitt fyrir Lonely Island gengið að toppa fyrri plötuna, en Chris Coplan, blaðamaður vefritsins Consequence of Sound, segir ný lög á borð við hið magnaða I Just Had Sex benda til þess að það eigi helling inni. atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira