Lady Gaga vísar guðlasti á bug 7. maí 2011 13:00 Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin," hefur MTV eftir söngkonunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þessir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guðlast. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi fengið hland fyrir hjartað. Í myndbandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vingott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell's Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independent er fjallað um myndbandið og það mikla „hype" sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fellini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnarseggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en 10 milljónir dollara og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja," skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bretlandi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp 20 eftir aðeins þrjár vikur og engan veginn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frumsýningu." Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að myndbandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veldur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrekað á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma; þá er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin," hefur MTV eftir söngkonunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þessir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guðlast. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi fengið hland fyrir hjartað. Í myndbandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vingott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell's Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independent er fjallað um myndbandið og það mikla „hype" sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fellini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnarseggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en 10 milljónir dollara og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja," skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bretlandi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp 20 eftir aðeins þrjár vikur og engan veginn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frumsýningu." Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að myndbandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veldur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrekað á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma; þá er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira