Will Ferrell segir að spænska myndin Casa de mi Padre, sem hann leikur í á móti Gael Garcia Bernal og Diego Luna, sé blanda af Tarantino-stílnum og Robert Rodrigues-kvikmyndum.
Myndin á að líta út fyrir að vera mjög illa gerð og má stundum sjá bregða fyrir hljóðmanni eða hljóðnema í sumum senum. Ferrell vonast þó til að fólk sjái æðri tilgang myndarinar.
„Hún fjallar um þessi sérstöku samskipti Mexíkós og Bandaríkjanna. Við tökum á því og reynum að kryfja þau til mergjar.“
Ferrell í spænskri mynd
