Fimm atriði sem þú vissir ekki um Claudiu Schiffer 24. maí 2011 21:30 Vinsæl Schiffer var uppgötvuð sautján ára gömul og hefur fyrirsætuferill hennar verið nokkuð langur. Claudia Schiffer var ein vinsælasta fyrirsæta tíunda áratugarins og var lengi andlit tískuhússins Chanel. Hún þykir sláandi lík kvikmyndastjörnunni Brigitte Bardot og hefur á ferli sínum prýtt forsíður meira en 500 tímarita.1. Faðir Schiffer er þekktur lögfræðingur í Þýskalandi og á sínum yngri árum var hún staðráðin í að feta í fótspor hans. Hún hætti þó við þau áform eftir að hún var uppgötvuð á skemmtistað aðeins sautján ára gömul. 2. Árið 1995 opnaði Schiffer keðju veitingahúsa ásamt ofurfyrirsætunum Christy Turlington, Naomi Campbell og Elle Macpherson. Veitingastaðirnir hétu því frumlega nafni Fashion Café.3. Schiffer er gift breska framleiðandanum Matthew Vaughn. Þegar hann bað Schiffer gaf hann henni skjaldböku í stað trúlofunarhrings. Hjónin eiga saman þrjú börn, Caspar Matthew, Clementine og Cosima Violet.4. Schiffer hefur komið fram í nokkrum kvikmyndum á ferli sínum og ber þar helst að nefna myndirnar Richie Rich, The Blackout, Love Actually og Zoolander.5. Schiffer hefur tvisvar þurft að eiga við eltihrelli. Árið 2002 var ítalskur maður handtekinn eftir að hafa heimsótt heimili hennar níu sinnum í von um að hitta fyrirsætuna. Hann var sannfærður um að páfinn hefði sagt honum að giftast Schiffer. Árið 2004 var kanadískur maður handtekinn við heimili Schiffer; sá hafði einnig sent henni fjölda bréfa þar sem hann tjáði henni ást sína. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Claudia Schiffer var ein vinsælasta fyrirsæta tíunda áratugarins og var lengi andlit tískuhússins Chanel. Hún þykir sláandi lík kvikmyndastjörnunni Brigitte Bardot og hefur á ferli sínum prýtt forsíður meira en 500 tímarita.1. Faðir Schiffer er þekktur lögfræðingur í Þýskalandi og á sínum yngri árum var hún staðráðin í að feta í fótspor hans. Hún hætti þó við þau áform eftir að hún var uppgötvuð á skemmtistað aðeins sautján ára gömul. 2. Árið 1995 opnaði Schiffer keðju veitingahúsa ásamt ofurfyrirsætunum Christy Turlington, Naomi Campbell og Elle Macpherson. Veitingastaðirnir hétu því frumlega nafni Fashion Café.3. Schiffer er gift breska framleiðandanum Matthew Vaughn. Þegar hann bað Schiffer gaf hann henni skjaldböku í stað trúlofunarhrings. Hjónin eiga saman þrjú börn, Caspar Matthew, Clementine og Cosima Violet.4. Schiffer hefur komið fram í nokkrum kvikmyndum á ferli sínum og ber þar helst að nefna myndirnar Richie Rich, The Blackout, Love Actually og Zoolander.5. Schiffer hefur tvisvar þurft að eiga við eltihrelli. Árið 2002 var ítalskur maður handtekinn eftir að hafa heimsótt heimili hennar níu sinnum í von um að hitta fyrirsætuna. Hann var sannfærður um að páfinn hefði sagt honum að giftast Schiffer. Árið 2004 var kanadískur maður handtekinn við heimili Schiffer; sá hafði einnig sent henni fjölda bréfa þar sem hann tjáði henni ást sína.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp