66° í New York: Allsherjar landkynning 28. janúar 2011 18:00 Eins og sjá má af myndunum heppnaðist sýningin prýðilega. „Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum, við erum enn í skýjunum yfir þessu öllu saman," segir Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið efndi á dögunum til tískusýningar í New York þar sem haust- og vetrarlína fyrirtækisins árið 2011 var sýnd. Fullt var út úr dyrum meðan á tískusýningunni stóð og varð að vísa mörgum frá. Þetta er í fyrsta sinn sem 66°Norður stendur fyrir tískusýningu af þessu tagi utan landsteinanna.„Við tjölduðum þarna öllu til, sýndum línuna eins og hún leggur sig, allt frá kuldaúlpum niður í ullarklæðnað," segir Helga og bendir á að undanfarið hafi verið birtast jákvæðar umsagnir um fatalínuna í fjölmiðlum og á tískubloggsíðum ytra. „Einn tók svo skemmtilega til orða að nú væri loks hægt að taka á móti vetrinum vel búinn og flottur til fara, í hátískufatnaði frá 66°Norður," segir Helga. Fjöldi blaðamanna lét sjá sig á sýningunni, þar á meðal frá The Huffington Post og tímaritinu W, sem og stjörnur á borð við Josh Strickland úr raunveruleikaþættinum Holly's World, og stórir endursöluaðilar.Fleira íslenskt var þó á sýningunni en klæðnaður. Boðið var upp á drykki frá Reyka Vodka og mat frá Lava, veitingastað Bláa lónsins og íslenska tónlist. „Þetta var ekki aðeins verið tískusýning heldur allsherjar landkynning," bendir Helga á og segir stefnt að því að endurtaka leikinn að ári. roald@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum, við erum enn í skýjunum yfir þessu öllu saman," segir Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið efndi á dögunum til tískusýningar í New York þar sem haust- og vetrarlína fyrirtækisins árið 2011 var sýnd. Fullt var út úr dyrum meðan á tískusýningunni stóð og varð að vísa mörgum frá. Þetta er í fyrsta sinn sem 66°Norður stendur fyrir tískusýningu af þessu tagi utan landsteinanna.„Við tjölduðum þarna öllu til, sýndum línuna eins og hún leggur sig, allt frá kuldaúlpum niður í ullarklæðnað," segir Helga og bendir á að undanfarið hafi verið birtast jákvæðar umsagnir um fatalínuna í fjölmiðlum og á tískubloggsíðum ytra. „Einn tók svo skemmtilega til orða að nú væri loks hægt að taka á móti vetrinum vel búinn og flottur til fara, í hátískufatnaði frá 66°Norður," segir Helga. Fjöldi blaðamanna lét sjá sig á sýningunni, þar á meðal frá The Huffington Post og tímaritinu W, sem og stjörnur á borð við Josh Strickland úr raunveruleikaþættinum Holly's World, og stórir endursöluaðilar.Fleira íslenskt var þó á sýningunni en klæðnaður. Boðið var upp á drykki frá Reyka Vodka og mat frá Lava, veitingastað Bláa lónsins og íslenska tónlist. „Þetta var ekki aðeins verið tískusýning heldur allsherjar landkynning," bendir Helga á og segir stefnt að því að endurtaka leikinn að ári. roald@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira