Risavaxnir Eagles-tónleikar 1. júní 2011 12:00 Eagles-menn eru ansi stórir í sniðum. Þeir ætla að bjóða upp á sölubása með varningi frá sér, en alls munu tæplega 400 starfsmenn koma að tónleikunum í næstu viku. Eagles-tónleikarnir í næstu viku munu sennilega brjóta blað í íslenskri tónleikasögu, því sjaldan eða aldrei hafa fleiri komið að einum tónleikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða starfsmennirnir þegar mest lætur tæplega fjögur hundruð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að selja sérstakan Eagles-varning – boli, geisladiska og annað slíkt – í básum inni í Laugardalshöllinni og á útisvæði. Slíkt er nokkuð algengt á tónleikum erlendis en hefur ekki þekkst hérlendis. Í föruneyti Eagles verða alls hundrað manns með öllum og lenda einhverjir þeirra strax á föstudaginn til að undirbúa tónleikana. Í gæslu og hlutverki ökumanna verða alls hundrað manns en fimm skutlur og fjórar lúxuskerrur verða meðal annars til taks fyrir Eagles og aðstoðarmenn. Þá eru tíu starfsmenn alfarið í því að sinna veitingum fyrir starfsfólkið og Eagles-menn, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá gera Glenn Frey og félagar nokkuð strangar kröfur um hollt mataræði á tónleikaferðalögum sínum. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu, sem hefur veg og vanda af tónleikum Eagles, vildi ekki staðfesta starfsmannatölur í samtali við Fréttablaðið. Hann taldi hins vegar liggja í augum uppi að tónleikar af þessari stærðargráðu og umfangi hefðu ekki verið haldnir á Íslandi. „Þetta gengur mjög vel, það er mjög gaman að vinna með þessu fólki og mikill metnaður sem liggur að baki þessum tónleikum. Það á bara eftir að skila sér í meiri skemmtun fyrir áhorfendur.“- fgg Tengdar fréttir Sjálfstætt fólk hefur selst í fjórum milljónum eintaka 1. júní 2011 14:00 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Sjá meira
Eagles-tónleikarnir í næstu viku munu sennilega brjóta blað í íslenskri tónleikasögu, því sjaldan eða aldrei hafa fleiri komið að einum tónleikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða starfsmennirnir þegar mest lætur tæplega fjögur hundruð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að selja sérstakan Eagles-varning – boli, geisladiska og annað slíkt – í básum inni í Laugardalshöllinni og á útisvæði. Slíkt er nokkuð algengt á tónleikum erlendis en hefur ekki þekkst hérlendis. Í föruneyti Eagles verða alls hundrað manns með öllum og lenda einhverjir þeirra strax á föstudaginn til að undirbúa tónleikana. Í gæslu og hlutverki ökumanna verða alls hundrað manns en fimm skutlur og fjórar lúxuskerrur verða meðal annars til taks fyrir Eagles og aðstoðarmenn. Þá eru tíu starfsmenn alfarið í því að sinna veitingum fyrir starfsfólkið og Eagles-menn, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá gera Glenn Frey og félagar nokkuð strangar kröfur um hollt mataræði á tónleikaferðalögum sínum. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu, sem hefur veg og vanda af tónleikum Eagles, vildi ekki staðfesta starfsmannatölur í samtali við Fréttablaðið. Hann taldi hins vegar liggja í augum uppi að tónleikar af þessari stærðargráðu og umfangi hefðu ekki verið haldnir á Íslandi. „Þetta gengur mjög vel, það er mjög gaman að vinna með þessu fólki og mikill metnaður sem liggur að baki þessum tónleikum. Það á bara eftir að skila sér í meiri skemmtun fyrir áhorfendur.“- fgg
Tengdar fréttir Sjálfstætt fólk hefur selst í fjórum milljónum eintaka 1. júní 2011 14:00 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Sjá meira