Endingargóð Eitís-drottning Kjartan Guðmundsson skrifar 14. júní 2011 00:01 Cyndi Lauper. Tónleikar Cyndi Lauper. Harpa 12. júní 2011. „Ég er nú bara hérna með konunni minni, sko," muldraði kunningi undirritaðs í röðinni við barinn á sunnudagskvöldið, en viðurkenndi svo eftir stutt spjall að hann hafði sjálfur heimtað að keyptir yrðu miðar á tónleikana. Líklegt er að svipað hafi verið uppi á teningnum hjá fleirum af þeim hátt í tvö þúsund ný-sólbrenndu andlitum sem lögðu leið sína í Hörpu til fundar við Cyndi Lauper, poppdrottninguna sem ber ábyrgð á nokkrum af varanlegustu afurðum níunda áratugarins. Væntanlega hafa fáir orðið fyrir vonbrigðum. Flestir voru mættir til að heyra eitís-hittara og fengu þá í röðum, en líka ýmislegt fleira góðgæti í kaupbæti. Með nýrómantíkur-ímyndina af Lauper pikkfasta í höfðinu var dálítið undarlegt að sjá söngkonuna frá New York brölta inn á sviðið (hugsanlega hefur hún hresst sig við með nokkrum áfengum blöndum á undan), dansa eins og Janis Joplin og syngja hreinræktaða blús-standarda af nýjustu plötu sinni, Memphis Blues, sem voru meginuppistaða prógrammsins. En röddin (og hvílík rödd!) hefur ekkert látið á sjá, frekar þroskast og eflst ef eitthvað er, og gæðir formúluna lífi. Inn á milli skellti Lauper „krádplíserum" af mikilli kunnáttusemi. Hún brast í langar, skrítnar en sniðugar sögur (um engisprettur, Fisherman's Friend hálstöflur og fleira), spjallaði við áhorfendur milli laga, hljóp um allan Eldborgarsal í smellunum Girls Just Want To Have Fun, She Bop og Change of Heart, klöngraðist upp á stóla og kom mörgum gestum í svo gott stuð að á einum tímapunkti neyddist hún nánast til að berja af sér æstan aðdáanda. Þá sýndi Lauper góða takta á kjöltugítarinn í hinum gullfallegu All Through The Night, Time After Time (því stórkostlega lagi sem var hápunktur kvöldsins, jafnvel þótt röddunina frægu í viðlaginu hafi vantað) og lokalaginu True Colors. Öll hefðu þessi lög ein og sér gert tónleikana vel þess virði að sækja. Einhverjir áhorfenda kvörtuðu yfir slæmu sándi, sérstaklega í upphafi, en það virtist ekki koma um of niður á heildarupplifuninni í Hörpu á sunnudagskvöldið. Þessir tónleikar voru í það heila fyrirtaks skemmtun. Þétt bandið studdi dyggilega við bakið á Lauper, án þess þó að trana sér fram, og alltaf er jafn ánægjulegt að sjá skemmtilega listamenn sem bera virðingu fyrir áhorfendum sínum og gefa sig alla í verkefnið. Vel gert. Niðurstaða: Cyndi Lauper bauð upp á frábæra skemmtun í Hörpu og gaf sig alla í verkefnið. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar Cyndi Lauper. Harpa 12. júní 2011. „Ég er nú bara hérna með konunni minni, sko," muldraði kunningi undirritaðs í röðinni við barinn á sunnudagskvöldið, en viðurkenndi svo eftir stutt spjall að hann hafði sjálfur heimtað að keyptir yrðu miðar á tónleikana. Líklegt er að svipað hafi verið uppi á teningnum hjá fleirum af þeim hátt í tvö þúsund ný-sólbrenndu andlitum sem lögðu leið sína í Hörpu til fundar við Cyndi Lauper, poppdrottninguna sem ber ábyrgð á nokkrum af varanlegustu afurðum níunda áratugarins. Væntanlega hafa fáir orðið fyrir vonbrigðum. Flestir voru mættir til að heyra eitís-hittara og fengu þá í röðum, en líka ýmislegt fleira góðgæti í kaupbæti. Með nýrómantíkur-ímyndina af Lauper pikkfasta í höfðinu var dálítið undarlegt að sjá söngkonuna frá New York brölta inn á sviðið (hugsanlega hefur hún hresst sig við með nokkrum áfengum blöndum á undan), dansa eins og Janis Joplin og syngja hreinræktaða blús-standarda af nýjustu plötu sinni, Memphis Blues, sem voru meginuppistaða prógrammsins. En röddin (og hvílík rödd!) hefur ekkert látið á sjá, frekar þroskast og eflst ef eitthvað er, og gæðir formúluna lífi. Inn á milli skellti Lauper „krádplíserum" af mikilli kunnáttusemi. Hún brast í langar, skrítnar en sniðugar sögur (um engisprettur, Fisherman's Friend hálstöflur og fleira), spjallaði við áhorfendur milli laga, hljóp um allan Eldborgarsal í smellunum Girls Just Want To Have Fun, She Bop og Change of Heart, klöngraðist upp á stóla og kom mörgum gestum í svo gott stuð að á einum tímapunkti neyddist hún nánast til að berja af sér æstan aðdáanda. Þá sýndi Lauper góða takta á kjöltugítarinn í hinum gullfallegu All Through The Night, Time After Time (því stórkostlega lagi sem var hápunktur kvöldsins, jafnvel þótt röddunina frægu í viðlaginu hafi vantað) og lokalaginu True Colors. Öll hefðu þessi lög ein og sér gert tónleikana vel þess virði að sækja. Einhverjir áhorfenda kvörtuðu yfir slæmu sándi, sérstaklega í upphafi, en það virtist ekki koma um of niður á heildarupplifuninni í Hörpu á sunnudagskvöldið. Þessir tónleikar voru í það heila fyrirtaks skemmtun. Þétt bandið studdi dyggilega við bakið á Lauper, án þess þó að trana sér fram, og alltaf er jafn ánægjulegt að sjá skemmtilega listamenn sem bera virðingu fyrir áhorfendum sínum og gefa sig alla í verkefnið. Vel gert. Niðurstaða: Cyndi Lauper bauð upp á frábæra skemmtun í Hörpu og gaf sig alla í verkefnið.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira