Naomi Campbell hannar gallabuxnalínu 29. júní 2011 21:00 Ofurfyrirsætan hefur tekið að sér að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Nordicphotos/Getty Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið fengin til að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Sögur herma að línan verði frumsýnd á herratískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir. Fiorucci náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum en vinsældir fyrirtækisins hafa dalað síðan þá og mun þetta vera liður í því að blása svolitlu lífi í merkið. Fiorucci var nýverið keypt af ítalska fyrirtækinu Ittierre sem rekur meðal annars tískuhúsin Balmain og Galliano. Mörgum kann þó að þykja undarlegt að Fiorucci hafi valið Campbell til starfsins þar sem fyrirsætan klæðist sárasjaldan gallabuxum. Enn er ekki vitað hvort línan verður á herra eða hvort hún verður fáanleg utan Ítalíu. Campbell reyndi síðast fyrir sér sem hönnuður árið 2008 þegar hún hannaði línu fyrir brasilískt fatamerki. Sú lína var aðeins seld í Brasilíu og vakti ekki mikla athygli. Það verður því forvitnilegt að sjá afrakstur samstarfs Campbell og Fiorucci. -sm Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið fengin til að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Sögur herma að línan verði frumsýnd á herratískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir. Fiorucci náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum en vinsældir fyrirtækisins hafa dalað síðan þá og mun þetta vera liður í því að blása svolitlu lífi í merkið. Fiorucci var nýverið keypt af ítalska fyrirtækinu Ittierre sem rekur meðal annars tískuhúsin Balmain og Galliano. Mörgum kann þó að þykja undarlegt að Fiorucci hafi valið Campbell til starfsins þar sem fyrirsætan klæðist sárasjaldan gallabuxum. Enn er ekki vitað hvort línan verður á herra eða hvort hún verður fáanleg utan Ítalíu. Campbell reyndi síðast fyrir sér sem hönnuður árið 2008 þegar hún hannaði línu fyrir brasilískt fatamerki. Sú lína var aðeins seld í Brasilíu og vakti ekki mikla athygli. Það verður því forvitnilegt að sjá afrakstur samstarfs Campbell og Fiorucci. -sm
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira