Fær draumahöggið á par 4 holu ekki viðurkennt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. júní 2011 09:00 Ragnari gengur illa að ná löglegu draumahöggi. Mynd/Ása B Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag. Ragnar var að keppa á hinu árlega Stóriðjumóti og hann ákvað að taka áhættuna og slá boltann inn á flöt í upphafshögginu á „Díkinu", sem er um 250 metra löng par 4 hola. „Upphafshöggið var lélegt og fór langt til vinstri og nánast engar líkur að ég myndi finna boltann. Ég tók því bolta úr pokanum sem ég hafði fundið á 5. braut, alveg glænýr Tommy Armour, og ég tók bara dræverinn og fór aftur á teig til þess að slá þriðja höggið. Höggið var ekkert sérstaklega vel hitt. Boltinn fór lágt af stað, flaug yfir vatnið, lenti á brautinni og þeyttist áfram af miklum krafti í átt að stönginni á flötinni. Ég sá ekki vel hvernig þetta endaði. Maður í ráshópnum á undan okkur sá að boltinn small af miklu afli í stönginni, þaðan fór boltinn beint upp í loftið og datt ofan í holuna. Ég trúði þessu varla en ég fékk því miður bara fugl á þessa holu þar sem ég var að taka þriðja höggið af teig," sagði Ragnar Davíð. Hann fær ekki höggið talið sem „holu í höggi" þar sem hann hafði áður slegið upphafshögg og fengið vítishögg að auki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar upplifir það að fara holu í höggi án þess að fá það viðurkennt. „Ég fór holu í höggi á skemmtivelli í Danmörku og hann var víst ekki löglegur fyrir slík högg. Það hlýtur að fara að koma að þessu," bætti Ragnar við en Tommy Armour-boltinn verður ekki sleginn aftur. Hann fer upp í hillu til minningar um eftirminnilegt högg. Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag. Ragnar var að keppa á hinu árlega Stóriðjumóti og hann ákvað að taka áhættuna og slá boltann inn á flöt í upphafshögginu á „Díkinu", sem er um 250 metra löng par 4 hola. „Upphafshöggið var lélegt og fór langt til vinstri og nánast engar líkur að ég myndi finna boltann. Ég tók því bolta úr pokanum sem ég hafði fundið á 5. braut, alveg glænýr Tommy Armour, og ég tók bara dræverinn og fór aftur á teig til þess að slá þriðja höggið. Höggið var ekkert sérstaklega vel hitt. Boltinn fór lágt af stað, flaug yfir vatnið, lenti á brautinni og þeyttist áfram af miklum krafti í átt að stönginni á flötinni. Ég sá ekki vel hvernig þetta endaði. Maður í ráshópnum á undan okkur sá að boltinn small af miklu afli í stönginni, þaðan fór boltinn beint upp í loftið og datt ofan í holuna. Ég trúði þessu varla en ég fékk því miður bara fugl á þessa holu þar sem ég var að taka þriðja höggið af teig," sagði Ragnar Davíð. Hann fær ekki höggið talið sem „holu í höggi" þar sem hann hafði áður slegið upphafshögg og fengið vítishögg að auki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar upplifir það að fara holu í höggi án þess að fá það viðurkennt. „Ég fór holu í höggi á skemmtivelli í Danmörku og hann var víst ekki löglegur fyrir slík högg. Það hlýtur að fara að koma að þessu," bætti Ragnar við en Tommy Armour-boltinn verður ekki sleginn aftur. Hann fer upp í hillu til minningar um eftirminnilegt högg.
Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira