Líka fyrir augað 2. september 2011 11:00 Tuna Dís Metya. Fréttablaðið/hag Tuna Dís Metya er af úkraínskum og tyrkneskum ættum, fædd og uppalin í Bordeaux í Frakklandi en hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bakstri og leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín til fulls í litríkum tækifæriskökum sem hún býr til undir merkjum Happy Cakes Reykjavík. „Kökur eru fyrir augað ekki síður en bragðlauka," svarar hún þegar forvitnast er um kökuskreytingarnar. Hún kveðst hafa þróað þá tækni við nám í London fyrir ekki löngu. „Ég skellti mér bara í nám í kökuhönnun. Var reyndar nokkurn tíma að ná tökum á útskurðinum og er bara orðin ágæt," segir hún kímin. Hugðarefnið hefur með tímanum leitt Tunu Dís inn á fleiri spennandi brautir, þar á meðal til starfa hjá Daily News í Ankara í Tyrklandi. „Þar skrifaði ég um lífsstílstengd mál og fékk heila matarsíðu í hverri viku sem var mjög skemmtilegt." Talið beinist aftur að kökunum sem Tuna Dís segir hægt að nálgast á Facebook í gegnum Happy Cakes Reykjavík. „Íslendingar eru sólgnir í þær enda opnir fyrir nýjungum," segir Tuna Dís sem er sjálf heilluð af íslenskri matseld. „Já, ég verð til dæmis að fá mína skötu árlega, öðru heimilisfólki til lítillar ánægju!" roald@frettabladid.is Amerísk súkkulaðikakaAð hætti Tunu Dísar MetayaKaka: 50 g kakóduft 225 ml vatn 100 g smjör (við herbergishita) 275 g sykur 175 g hveiti ¼ tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft Þeytið vel saman smjör og sykur í skál og bætið eggjunum hægt og rólega saman við þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið saman hveiti, matarsóda og lyftiduft út í „blönduna". Blandið saman kakói og vatni og bætið síðast út í. Setjið í mót og bakið við 180° í 35 mínútur. Krem: 125 g smjör (við herbergishita) 125 g flórsykur (sigtaður) 70 g súkkulaði (brætt) Sykurmassi fyrir skreytingarnar. Hrærið öllum hráefnum mjög vel saman og smyrjið á kökuna. Eftir að kremið er komið á kökuna, kælið hana og skreytið með sykurmassa. Lífið Matur Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Tuna Dís Metya er af úkraínskum og tyrkneskum ættum, fædd og uppalin í Bordeaux í Frakklandi en hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bakstri og leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín til fulls í litríkum tækifæriskökum sem hún býr til undir merkjum Happy Cakes Reykjavík. „Kökur eru fyrir augað ekki síður en bragðlauka," svarar hún þegar forvitnast er um kökuskreytingarnar. Hún kveðst hafa þróað þá tækni við nám í London fyrir ekki löngu. „Ég skellti mér bara í nám í kökuhönnun. Var reyndar nokkurn tíma að ná tökum á útskurðinum og er bara orðin ágæt," segir hún kímin. Hugðarefnið hefur með tímanum leitt Tunu Dís inn á fleiri spennandi brautir, þar á meðal til starfa hjá Daily News í Ankara í Tyrklandi. „Þar skrifaði ég um lífsstílstengd mál og fékk heila matarsíðu í hverri viku sem var mjög skemmtilegt." Talið beinist aftur að kökunum sem Tuna Dís segir hægt að nálgast á Facebook í gegnum Happy Cakes Reykjavík. „Íslendingar eru sólgnir í þær enda opnir fyrir nýjungum," segir Tuna Dís sem er sjálf heilluð af íslenskri matseld. „Já, ég verð til dæmis að fá mína skötu árlega, öðru heimilisfólki til lítillar ánægju!" roald@frettabladid.is Amerísk súkkulaðikakaAð hætti Tunu Dísar MetayaKaka: 50 g kakóduft 225 ml vatn 100 g smjör (við herbergishita) 275 g sykur 175 g hveiti ¼ tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft Þeytið vel saman smjör og sykur í skál og bætið eggjunum hægt og rólega saman við þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið saman hveiti, matarsóda og lyftiduft út í „blönduna". Blandið saman kakói og vatni og bætið síðast út í. Setjið í mót og bakið við 180° í 35 mínútur. Krem: 125 g smjör (við herbergishita) 125 g flórsykur (sigtaður) 70 g súkkulaði (brætt) Sykurmassi fyrir skreytingarnar. Hrærið öllum hráefnum mjög vel saman og smyrjið á kökuna. Eftir að kremið er komið á kökuna, kælið hana og skreytið með sykurmassa.
Lífið Matur Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira