Annie Mist hraustasta kona í heimi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. ágúst 2011 08:00 Annie Mist Þórisdóttir sést hér taka vel á því í síðustu greininni þar sem hún tryggði sér sigurinn. Mynd/Daði Hrafn Sveinbjarnarson Annie Mist Þórisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síðustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það," sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himinlifandi, það er ótrúleg tilfinning að ná þessum áfanga," sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist beinlínis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífurlega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfingaáætlun frá þeim. Ég æfi á morgnana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið." „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á," sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfarana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólympískum lyftingum og fleiru," sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálpaði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftingasambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt," sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram." Íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síðustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það," sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himinlifandi, það er ótrúleg tilfinning að ná þessum áfanga," sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist beinlínis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífurlega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfingaáætlun frá þeim. Ég æfi á morgnana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið." „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á," sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfarana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólympískum lyftingum og fleiru," sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálpaði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftingasambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt," sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram."
Íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira