Elva Dögg Gunnarsdóttir hefur gengið til liðs við grínhópinn Innrásarvíkingarnir. Hún er eini uppistandarinn á Íslandi með Tourette-heilkenni. Hún er ófeimin við að gera grín að sjálfri sér og öllum kækjunum sem hún er með og bara lífinu almennt.
Elva Dögg kemur í hópinn í stað Óskars Péturs Sævarssonar en fyrir voru þeir Rökkvi Vésteinsson og Beggi blindi. Hópurinn hefur verið á ferðalagi um landið í sumar. Í kvöld verður hann í Hofi á Akureyri, á morgun á Húsavík og á Siglufirði á laugardaginn. Ferðalaginu lýkur með uppistandi í Reykjavík í byrjun október. - fb

