Ingalls-krakki á nýrri braut 25. ágúst 2011 18:00 á uppleið Þrátt fyrir að hafa verið lengi að í Hollywood má kannski segja að ferill Jasons Bateman stefni upp um þessar mundir. Hann leikur aðalhlutverkið í gamanmyndinni Change-Up. Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. Jason Bateman leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Change-Up á móti Ryan Reynolds. Bateman leikur fjölskylduföður sem er öfundsjúkur út í vin sinn, leikinn af Reynolds, en hann hefur vart undan að sofa hjá föngulegu kvenfólki. Eitt kvöld skipta þeir hins vegar um líkama og fá að upplifa líf hvors annars með kostulegum uppákomum. Bateman steig sín fyrstu skref í leiklist hjá frægri bandarískri sjónvarpsfjölskyldu, hinni hjartagóðu Ingalls-ætt í Walnut Grove í Minnesota. Bateman fór þar með hlutverk James Cooper Ingalls sem Ingalls-fjölskyldan ættleiddi eftir sviplegt fráfall foreldra hans. Hlutverkið varaði í 21 þátt en framtíð hins tíu ára gamla leikara var ráðin. Jason Kent Bateman, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 1969. Hann er sonur Kents Bateman sem var áhrifamaður í Hollywood, og flugfreyju. Ingalls-hlutverkið gerði það að verkum að leikarinn fékk mörg hlutverk í misgóðum sjónvarpsseríum auk þess sem hann birtist af og til í b-myndum sem aldrei skiluðu neinu bitastæðu til baka. Það var því ekki fyrr en sjónvarpsframleiðandinn og handritshöfundurinn Mitchell Hurwitz kom með hlutverk til hans sem var klæðskerasniðið fyrir sérstakan gamanleik og jafnvel hreim Batemans; gamanþáttaröðina Arrested Development. Söguþráðurinn og persónurnar voru ólíkar öllu því sem bandarískir áhorfendur áttu að venjast, gagnrýnendur elskuðu þá og þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy og Golden Globe-verðlauna og hlaut Bateman meðal annars þau síðarnefndu fyrir leik sinn í þáttunum. En í bandarískum sjónvarpsiðnaði gildir aðeins eitt lögmál: áhorfstölur og Arrested Development náði aldrei neinu flugi á því sviði. Fox-sjónvarpsstöðin ákvað því að hætta framleiðslu þeirra eftir aðeins þrjú ár. Hins vegar er nú unnið að handriti fyrir bíómynd um Bluth-fjölskylduna. Bateman naut engu að síður góðs af þáttunum. Hann fékk loks hlutverk í kvikmyndum á borð við Juno, State of Play og Up in the Air eftir Jason Reitman. Bateman hefur síðan haft í nægu að snúast á þessu ári en auk The Change-Up lék hann í kvikmyndunum Paul og Horrible Bosses. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Lífið Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. Jason Bateman leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Change-Up á móti Ryan Reynolds. Bateman leikur fjölskylduföður sem er öfundsjúkur út í vin sinn, leikinn af Reynolds, en hann hefur vart undan að sofa hjá föngulegu kvenfólki. Eitt kvöld skipta þeir hins vegar um líkama og fá að upplifa líf hvors annars með kostulegum uppákomum. Bateman steig sín fyrstu skref í leiklist hjá frægri bandarískri sjónvarpsfjölskyldu, hinni hjartagóðu Ingalls-ætt í Walnut Grove í Minnesota. Bateman fór þar með hlutverk James Cooper Ingalls sem Ingalls-fjölskyldan ættleiddi eftir sviplegt fráfall foreldra hans. Hlutverkið varaði í 21 þátt en framtíð hins tíu ára gamla leikara var ráðin. Jason Kent Bateman, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 1969. Hann er sonur Kents Bateman sem var áhrifamaður í Hollywood, og flugfreyju. Ingalls-hlutverkið gerði það að verkum að leikarinn fékk mörg hlutverk í misgóðum sjónvarpsseríum auk þess sem hann birtist af og til í b-myndum sem aldrei skiluðu neinu bitastæðu til baka. Það var því ekki fyrr en sjónvarpsframleiðandinn og handritshöfundurinn Mitchell Hurwitz kom með hlutverk til hans sem var klæðskerasniðið fyrir sérstakan gamanleik og jafnvel hreim Batemans; gamanþáttaröðina Arrested Development. Söguþráðurinn og persónurnar voru ólíkar öllu því sem bandarískir áhorfendur áttu að venjast, gagnrýnendur elskuðu þá og þættirnir voru tilnefndir til fjölda Emmy og Golden Globe-verðlauna og hlaut Bateman meðal annars þau síðarnefndu fyrir leik sinn í þáttunum. En í bandarískum sjónvarpsiðnaði gildir aðeins eitt lögmál: áhorfstölur og Arrested Development náði aldrei neinu flugi á því sviði. Fox-sjónvarpsstöðin ákvað því að hætta framleiðslu þeirra eftir aðeins þrjú ár. Hins vegar er nú unnið að handriti fyrir bíómynd um Bluth-fjölskylduna. Bateman naut engu að síður góðs af þáttunum. Hann fékk loks hlutverk í kvikmyndum á borð við Juno, State of Play og Up in the Air eftir Jason Reitman. Bateman hefur síðan haft í nægu að snúast á þessu ári en auk The Change-Up lék hann í kvikmyndunum Paul og Horrible Bosses. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“