Tíska og hönnun

Marc Jacobs orðaður við Dior

Til Dior? Marc Jacobs er orðaður við stöðu yfirhönnuðar hjá tískuhúsinu Dior.
Til Dior? Marc Jacobs er orðaður við stöðu yfirhönnuðar hjá tískuhúsinu Dior. Nordicphotos/Getty
Enn velta menn því fyrir sér hver verði arftaki Johns Galliano hjá Dior-tískuhúsinu. Líkt og kunnugt er orðið var Galliano vikið frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynþáttahatur.

Nýjustu fregnir herma að bandaríski hönnuðurinn Marc Jacobs gæti tekið við sem yfirhönnuður Dior en þá þyrfti að að fylla hans skarð hjá Louis Vuitton. Hin hæfileikaríka Phoebe Philo, sem nú starfar sem yfirhönnuður hjá Celine við góðar orðstír, hefur verið orðuð við stöðu yfirhönnuðar hjá Vuitton verði af því að Jacobs taki við hjá Dior. Philo yrði þó áfram hjá Celine og mundi því stýra hönnun tveggja stórra tískuhúsa á sama tíma.

Fréttirnar eru sannarlega forvitnilegar hvort sem eitthvað er hæft í þeim eður ei, enda er Jacobs með hæfileikaríkari hönnuðum seinni ára. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.