Eftir að Jennifer Aniston fór að slá sér upp með Justin Theroux hafa slúðurblöð hið vestra mikið spáð í mögulegum barneignum þeirra hjúa. US Weekly heldur því meira að segja fram á forsíðu sinni að Aniston sé orðin ólétt.
Samkvæmt heimildarmanni drakk Aniston ekkert áfengt í brúðkaupsafmæli Ellen DeGeneres og Portiu de Rossi og vakti það athygli viðstaddra. „Hún hefur sagt sínum nánustu að hana langi í barn og að hana langi að verða ólétt áður en sumarið er úti. Justin er á sama máli og þau eru þegar byrjuð að reyna,“ var haft eftir heimildarmanninum.

