Svakaleg óvissuferð kvikmyndaáhugafólks 1. september 2011 07:00 Sigurður Kjartan Kristinsson skipuleggur viðburðinn Bíó í iðrum jarðar.fréttablaðið/gva „Ég get lofað því að þetta verður svakalegasta bíóupplifun sem fólk hefur séð á landinu. Ég held að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson. Hann skipuleggur viðburðinn Bíó í iðrum jarðar í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september. Farið verður með rútu út fyrir Reykjavík í óvissubíó. Þegar komið er á hinn leynilega áfangastað verður gestum boðið upp á veitingar og svo hefst sýningin. Aðeins verður um tvær ferðir að ræða og aðeins þrjátíu miðar verða seldir í hvora ferð. „Þetta er ekki fyrsta árið sem þetta kemur upp á borð hjá okkur. Við erum búin að vera með marga útlendinga sem hafa verið að spá í bíó á skringilegum stöðum úti á landi. Þetta gekk upp í fyrsta skipti í ár,“ segir Sigurður Kjartan og lofar eftirminnilegri upplifun. „Þetta verður mikil adrenalínvíma og þetta er hvorki fyrir viðkvæma né fólk í lélegu líkamsástandi. Þú þarft að vera ævintýraþyrstur og í góðu formi líkamlega og á sálinni,“ segir hann og bætir við að allir verði í góðum höndum. Þar á meðal verða fjallaleiðsögumenn til taks. Hvor ferð mun taka hálfan dag og miðaverð er 5.900 krónur. Hægt er að kaupa miða á síðunni Riff.is. - fb Lífið Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
„Ég get lofað því að þetta verður svakalegasta bíóupplifun sem fólk hefur séð á landinu. Ég held að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson. Hann skipuleggur viðburðinn Bíó í iðrum jarðar í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september. Farið verður með rútu út fyrir Reykjavík í óvissubíó. Þegar komið er á hinn leynilega áfangastað verður gestum boðið upp á veitingar og svo hefst sýningin. Aðeins verður um tvær ferðir að ræða og aðeins þrjátíu miðar verða seldir í hvora ferð. „Þetta er ekki fyrsta árið sem þetta kemur upp á borð hjá okkur. Við erum búin að vera með marga útlendinga sem hafa verið að spá í bíó á skringilegum stöðum úti á landi. Þetta gekk upp í fyrsta skipti í ár,“ segir Sigurður Kjartan og lofar eftirminnilegri upplifun. „Þetta verður mikil adrenalínvíma og þetta er hvorki fyrir viðkvæma né fólk í lélegu líkamsástandi. Þú þarft að vera ævintýraþyrstur og í góðu formi líkamlega og á sálinni,“ segir hann og bætir við að allir verði í góðum höndum. Þar á meðal verða fjallaleiðsögumenn til taks. Hvor ferð mun taka hálfan dag og miðaverð er 5.900 krónur. Hægt er að kaupa miða á síðunni Riff.is. - fb
Lífið Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira