Mynduðu sterka þrenningu 2. september 2011 10:00 sterk þrenning Hilmar Guðjónsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson mynduðu sterka þrenningu við tökurnar. fréttablaðið/gva Kvikmyndin Á annan veg í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar er komin í bíó. Myndin var tekin upp á aðeins sextán dögum og fóru upptökur fram á sunnanverðum Vestfjörðum. „Ég er mjög stoltur að eiga þátt í þessu verkefni. Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari. Hann fer með aðalhlutverkið á móti Hilmari Guðjónssyni í kvikmyndinni Á annan veg sem fer í almennar sýningar í kvöld. Auk þeirra fer Þorsteinn Bachmann með stórt hlutverk. Á annan veg er lágstemmd kómedía sem segir frá tveimur starfsmönnum Vegagerðarinnar sem stunda tilbreytingasnauða vinnu á afskekktum fjallvegum á níunda áratugnum. Myndin, sem var að miklu leyti unnin í sjálfboðavinnu, er sú fyrsta sem leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sendir frá sér. Hún er einnig fyrsta mynd Sveins og Hilmars í aðalhlutverkum. Á annan veg var tekin upp á mettíma, eða sextán dögum, og fóru tökur fram á sunnanverðum Vestfjörðum. Íbúar Patreksfjarðar veittu tökuliðinu góða aðstoð á meðan það bjó í bænum. „Það fylgdi þessu gott karma frá fyrsta degi. Við vorum mjög sterk þrenning, ég, Haddi [Hafsteinn Gunnar] og Himmi [Hilmar Guðjónsson]. Þetta verkefni hafði einhvern veginn meðbyr alveg frá byrjun,“ segir Sveinn Ólafur. „Haddi talaði um það í byrjun þegar við komum á Patró að þar væri valinn maður í hverju rúmi og það reyndist vera raunin.“ Sveinn hafði gaman af því að vinna með Hilmari. „Það skapaðist sérstakur vinskapur með okkur. Ég vissi af honum en við þekktumst ekkert. Núna erum við miklir og góðir vinir.“ Spurður hvort stemning í anda kvikmyndarinnar Brokeback Mountain hafi verið uppi á heiði við tökurnar hlær hann. „Þetta er kannski frekar rannsókn á karlmennsku en þessi mynd fer samt ekki í sömu átt. Þetta er kannski á einhvern hátt okkar kúreki, þessi vegavinnumaður, en ekki samkynhneigði kúrekinn.“ Hilmar segir að það hafi verið gjörsamlega æðislegt að leika í myndinni. Hann kveðst aldrei hafa haft neinar áhyggjur meðan á gerð hennar stóð. „Maður gleymdi sér bara í verkefninu, það var svo gaman að vinna það.“ Samstarf hans og Sveins Ólafs gekk einnig mjög vel að hans mati. „Þetta var byrjunin á mjög góðri vináttu.“ Á annan veg hefur verið tilnefnd til verðlauna á hinni virtu kvikmyndahátíð San Sebastian fyrir bestu frumraun leikstjóra. Hátíðin verður haldin á Spáni dagana 16. til 24. september. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Kvikmyndin Á annan veg í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar er komin í bíó. Myndin var tekin upp á aðeins sextán dögum og fóru upptökur fram á sunnanverðum Vestfjörðum. „Ég er mjög stoltur að eiga þátt í þessu verkefni. Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari. Hann fer með aðalhlutverkið á móti Hilmari Guðjónssyni í kvikmyndinni Á annan veg sem fer í almennar sýningar í kvöld. Auk þeirra fer Þorsteinn Bachmann með stórt hlutverk. Á annan veg er lágstemmd kómedía sem segir frá tveimur starfsmönnum Vegagerðarinnar sem stunda tilbreytingasnauða vinnu á afskekktum fjallvegum á níunda áratugnum. Myndin, sem var að miklu leyti unnin í sjálfboðavinnu, er sú fyrsta sem leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sendir frá sér. Hún er einnig fyrsta mynd Sveins og Hilmars í aðalhlutverkum. Á annan veg var tekin upp á mettíma, eða sextán dögum, og fóru tökur fram á sunnanverðum Vestfjörðum. Íbúar Patreksfjarðar veittu tökuliðinu góða aðstoð á meðan það bjó í bænum. „Það fylgdi þessu gott karma frá fyrsta degi. Við vorum mjög sterk þrenning, ég, Haddi [Hafsteinn Gunnar] og Himmi [Hilmar Guðjónsson]. Þetta verkefni hafði einhvern veginn meðbyr alveg frá byrjun,“ segir Sveinn Ólafur. „Haddi talaði um það í byrjun þegar við komum á Patró að þar væri valinn maður í hverju rúmi og það reyndist vera raunin.“ Sveinn hafði gaman af því að vinna með Hilmari. „Það skapaðist sérstakur vinskapur með okkur. Ég vissi af honum en við þekktumst ekkert. Núna erum við miklir og góðir vinir.“ Spurður hvort stemning í anda kvikmyndarinnar Brokeback Mountain hafi verið uppi á heiði við tökurnar hlær hann. „Þetta er kannski frekar rannsókn á karlmennsku en þessi mynd fer samt ekki í sömu átt. Þetta er kannski á einhvern hátt okkar kúreki, þessi vegavinnumaður, en ekki samkynhneigði kúrekinn.“ Hilmar segir að það hafi verið gjörsamlega æðislegt að leika í myndinni. Hann kveðst aldrei hafa haft neinar áhyggjur meðan á gerð hennar stóð. „Maður gleymdi sér bara í verkefninu, það var svo gaman að vinna það.“ Samstarf hans og Sveins Ólafs gekk einnig mjög vel að hans mati. „Þetta var byrjunin á mjög góðri vináttu.“ Á annan veg hefur verið tilnefnd til verðlauna á hinni virtu kvikmyndahátíð San Sebastian fyrir bestu frumraun leikstjóra. Hátíðin verður haldin á Spáni dagana 16. til 24. september. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira