Segi aldrei nei við Scarlett eða Quentin Tarantino Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 4. september 2011 14:00 Heba Þórisdóttir. Það vantar ekki stórstjörnurnar á tökustað The Avengers, en Heba Þórisdóttir sér um förðun í myndinni. Scarlett Johansson er á sínum stað sem Svarta ekkjan en Heba Þórisdóttir segir aldrei nei við vinnu með Scarlett. „Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út," segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. Heba er nú að vinna með bandarísku stjörnunni Scarlett Johansson við gerð hasarmyndarinnar The Avengers. Þar sameina krafta sína allar helstu söguhetjur Marvel-myndasögurisans í baráttunni gegn tortímingu heimsins. Meðal þeirra sem bregður fyrir í myndinni eru Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur, Thor í meðförum Chris Hemsworth og Captain America, leikinn af Chris Evans. Scarlett leikur sem fyrr Natöshu Romanoff, Svörtu ekkjuna. Gríðarleg leynd hvílir yfir tökustaðnum og nákvæmlega ekkert má leka út um hvað fer þar fram. Marvel-myndasöguhetjurnar hafa enda notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldin undanfarin ár og The Avengers er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum á þeirri miklu rússíbanareið. Heba, sem hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum, segist ekki muna eftir annarri eins leynd. Heba hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu þótt hún reyni yfirleitt að halda sig í grennd við Los Angeles. „Ég vil helst ekki vinna við fleiri en tvær kvikmyndir sem teknar eru utan Los Angeles á ári," segir Heba, en hún var Cate Blanchett innan handar við gerð myndarinnar Hanna og var yfir förðuninni á gamanmyndinni Bridesmaids sem sló í gegn hér á landi. Heba gegndi sama hlutverki í kvikmyndinni We Bought a Zoo eftir Cameron Crowe, en eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu semur Jónsi úr Sigur Rós tónlistina við þá mynd. Heba segir að nú verði hins vegar breyting á ferlinum því yngri sonur hennar er farinn í Boston-háskólann: „Og ég get því unnið eins og brjálæðingur og átt ekkert líf," segir Heba og hlær. Næsta verkefni hennar verður Tarantino-myndin Djangho Unchained með Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson, Kevin Costner og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. „Það eru tveir skjólstæðingar sem ég segi aldrei nei við; Scarlett og Tarantino." Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Það vantar ekki stórstjörnurnar á tökustað The Avengers, en Heba Þórisdóttir sér um förðun í myndinni. Scarlett Johansson er á sínum stað sem Svarta ekkjan en Heba Þórisdóttir segir aldrei nei við vinnu með Scarlett. „Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út," segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. Heba er nú að vinna með bandarísku stjörnunni Scarlett Johansson við gerð hasarmyndarinnar The Avengers. Þar sameina krafta sína allar helstu söguhetjur Marvel-myndasögurisans í baráttunni gegn tortímingu heimsins. Meðal þeirra sem bregður fyrir í myndinni eru Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur, Thor í meðförum Chris Hemsworth og Captain America, leikinn af Chris Evans. Scarlett leikur sem fyrr Natöshu Romanoff, Svörtu ekkjuna. Gríðarleg leynd hvílir yfir tökustaðnum og nákvæmlega ekkert má leka út um hvað fer þar fram. Marvel-myndasöguhetjurnar hafa enda notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldin undanfarin ár og The Avengers er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum á þeirri miklu rússíbanareið. Heba, sem hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum, segist ekki muna eftir annarri eins leynd. Heba hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu þótt hún reyni yfirleitt að halda sig í grennd við Los Angeles. „Ég vil helst ekki vinna við fleiri en tvær kvikmyndir sem teknar eru utan Los Angeles á ári," segir Heba, en hún var Cate Blanchett innan handar við gerð myndarinnar Hanna og var yfir förðuninni á gamanmyndinni Bridesmaids sem sló í gegn hér á landi. Heba gegndi sama hlutverki í kvikmyndinni We Bought a Zoo eftir Cameron Crowe, en eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu semur Jónsi úr Sigur Rós tónlistina við þá mynd. Heba segir að nú verði hins vegar breyting á ferlinum því yngri sonur hennar er farinn í Boston-háskólann: „Og ég get því unnið eins og brjálæðingur og átt ekkert líf," segir Heba og hlær. Næsta verkefni hennar verður Tarantino-myndin Djangho Unchained með Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson, Kevin Costner og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. „Það eru tveir skjólstæðingar sem ég segi aldrei nei við; Scarlett og Tarantino."
Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira