Frelsi til að fara eigin leiðir 23. september 2011 15:00 Íris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur fært sig út í saumaskap og hannar nú flíkur undir nafninu Líber, sem þýðir frelsi. Fréttablaðið/Anton Íris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur hannað fatnað í rúmt ár undir nafninu Líber og hafa flíkurnar fallið vel í kramið hjá íslenskum konum. „Mamma er klæðskeri og ég hef því verið viðloðandi saumaskap alveg frá því ég man eftir mér. Ég ákvað þó að feta ekki í fótspor mömmu og fór í myndlistarnám og er því myndlistarmaður og starfa við það í dag,“ útskýrir Íris. Hún segist vinna mikið með form og liti þegar hún hannar og tvinnar þannig saman saumaskapinn og myndlistina. Íris reynir að sinna myndlistinni til jafns við hönnunina en viðurkennir að undanfarið ár hafi meiri tími farið í saumaskapinn. „Ég hef gefið hönnuninni aðeins meiri tíma undanfarið. Það fer oftast bara eftir skapi eða flæðinu hvað ég gríp í þann daginn. Ég hef mjög gaman af þessu og draumurinn er að ég geti haft lifibrauð mitt af þessu í framtíðinni. Nafnið Líber þýðir frelsi og tengist því að ég vilji fá að gera mitt og ekki elta sérstaka tísku eða stefnu.“ Íris er með opið á vinnustofu sinni við Hverfisgötu 50 alla fimmtudaga og föstudaga á milli 11.00 og 18.00. „Fyrst var ég með opið frá klukkan tíu á morgnana en þá eru fæstir komnir á fætur þannig ég ákvað að seinka opnunartímanum um klukkustund,“ segir hún glaðlega að lokum. -sm Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Íris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur hannað fatnað í rúmt ár undir nafninu Líber og hafa flíkurnar fallið vel í kramið hjá íslenskum konum. „Mamma er klæðskeri og ég hef því verið viðloðandi saumaskap alveg frá því ég man eftir mér. Ég ákvað þó að feta ekki í fótspor mömmu og fór í myndlistarnám og er því myndlistarmaður og starfa við það í dag,“ útskýrir Íris. Hún segist vinna mikið með form og liti þegar hún hannar og tvinnar þannig saman saumaskapinn og myndlistina. Íris reynir að sinna myndlistinni til jafns við hönnunina en viðurkennir að undanfarið ár hafi meiri tími farið í saumaskapinn. „Ég hef gefið hönnuninni aðeins meiri tíma undanfarið. Það fer oftast bara eftir skapi eða flæðinu hvað ég gríp í þann daginn. Ég hef mjög gaman af þessu og draumurinn er að ég geti haft lifibrauð mitt af þessu í framtíðinni. Nafnið Líber þýðir frelsi og tengist því að ég vilji fá að gera mitt og ekki elta sérstaka tísku eða stefnu.“ Íris er með opið á vinnustofu sinni við Hverfisgötu 50 alla fimmtudaga og föstudaga á milli 11.00 og 18.00. „Fyrst var ég með opið frá klukkan tíu á morgnana en þá eru fæstir komnir á fætur þannig ég ákvað að seinka opnunartímanum um klukkustund,“ segir hún glaðlega að lokum. -sm
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira