Hætti myndlistarnámi og réði sig á norskan togara 27. september 2011 14:30 stundar sjómennsku Eva Bjarnadóttir tók sér frí frá myndlistarnámi og fékk pláss á norskum frystitogara. fréttablaðið/valli „Sjórinn heillar mig mjög mikið. Mér finnst hann mjög aðlaðandi náttúruafl og kraftmikið,“ segir Eva Bjarnadóttir. Hún ákvað að gera hlé á námi sínu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og skella sér á norskan frystitogara. Eva hafði lokið einu ári í textílnámi í skólanum þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og ráða sig á togarann, sem heitir Langvin. „Ég fór á sjó sumarið 2006 og var á frystitogara í Vestmannaeyjum. Síðan þá hugsaði ég um að þetta væri eitthvað sem ég yrði að gera einhvern tímann aftur,“ segir Eva og heldur áfram: „Ef ég ætla að starfa sem listamaður á ég aldrei eftir að afla mér mikilla tekna. Þannig að kannski var líka hugsunin á bak við þetta að ef ég vinn fyrir mér sem sjómaður get ég samt haft frelsi til að gera það sem mig langar til vegna þess að ég fæ gott frí inn á milli.“ Eva, sem er 27 ára, ákvað að hætta í textílnáminu og hafði fengið inngöngu í fornám Myndlistarskólans, sem er undirbúningsár fyrir almennt listnám, þegar hún fékk pláss á togaranum. Hún ætlaði að hefja námið núna í haust en hefur nú frestað því til næsta hausts vegna sjómennskunnar. Hún segir ekki óalgengt að konur starfi á frystitogurum í Noregi. Til að mynda eru fjögur frátekin pláss fyrir konur á hennar togara og þar að auki starfar ein kona uppi á dekki. Sjálf er hún í fiskvinnslu og er ekki „brútal“ sjómaður eins og hún orðar það. „Það væri miklu meira spennandi að fá að vera úti undir beru lofti og gera eitthvað skemmtilegt. En það er hægara sagt en gert að komast upp á dekk því þar eru bara strákar.“ Hún segist gjarnan vilja komast á sjó á Íslandi og starfa úti á dekki og skilur eftir netfangið sitt evabjarna@hotmail.com ef einhver vill hafa samband. Eva segist fá ótrúlega mikinn innblástur af því að vera úti á sjó og vonast til að þessi reynsla eigi eftir að nýtast henni í myndlistinni. „Það að vera í þessu umhverfi er mjög sérstakt. Bæði er náttúran svo ofsalega sterkt afl og svo er líka sérstakt að vera hluti af svona litlu samfélagi í svona langan tíma. Það myndast alltaf ákveðin stemning og mér líður eins og ég sé í hálfgerðri draumaveröld sem er ekki alveg raunveruleg.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Sjórinn heillar mig mjög mikið. Mér finnst hann mjög aðlaðandi náttúruafl og kraftmikið,“ segir Eva Bjarnadóttir. Hún ákvað að gera hlé á námi sínu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og skella sér á norskan frystitogara. Eva hafði lokið einu ári í textílnámi í skólanum þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og ráða sig á togarann, sem heitir Langvin. „Ég fór á sjó sumarið 2006 og var á frystitogara í Vestmannaeyjum. Síðan þá hugsaði ég um að þetta væri eitthvað sem ég yrði að gera einhvern tímann aftur,“ segir Eva og heldur áfram: „Ef ég ætla að starfa sem listamaður á ég aldrei eftir að afla mér mikilla tekna. Þannig að kannski var líka hugsunin á bak við þetta að ef ég vinn fyrir mér sem sjómaður get ég samt haft frelsi til að gera það sem mig langar til vegna þess að ég fæ gott frí inn á milli.“ Eva, sem er 27 ára, ákvað að hætta í textílnáminu og hafði fengið inngöngu í fornám Myndlistarskólans, sem er undirbúningsár fyrir almennt listnám, þegar hún fékk pláss á togaranum. Hún ætlaði að hefja námið núna í haust en hefur nú frestað því til næsta hausts vegna sjómennskunnar. Hún segir ekki óalgengt að konur starfi á frystitogurum í Noregi. Til að mynda eru fjögur frátekin pláss fyrir konur á hennar togara og þar að auki starfar ein kona uppi á dekki. Sjálf er hún í fiskvinnslu og er ekki „brútal“ sjómaður eins og hún orðar það. „Það væri miklu meira spennandi að fá að vera úti undir beru lofti og gera eitthvað skemmtilegt. En það er hægara sagt en gert að komast upp á dekk því þar eru bara strákar.“ Hún segist gjarnan vilja komast á sjó á Íslandi og starfa úti á dekki og skilur eftir netfangið sitt evabjarna@hotmail.com ef einhver vill hafa samband. Eva segist fá ótrúlega mikinn innblástur af því að vera úti á sjó og vonast til að þessi reynsla eigi eftir að nýtast henni í myndlistinni. „Það að vera í þessu umhverfi er mjög sérstakt. Bæði er náttúran svo ofsalega sterkt afl og svo er líka sérstakt að vera hluti af svona litlu samfélagi í svona langan tíma. Það myndast alltaf ákveðin stemning og mér líður eins og ég sé í hálfgerðri draumaveröld sem er ekki alveg raunveruleg.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning