Húsdýrin á hanka 11. október 2011 16:00 Ólafur þór Erlendsson og Silvía Kristjánsdóttir. Snagana hugsa Sylvía og Ólafur fyrir barnafatnað en segja þjóðlega rómantíkina í formunum höfða til ungra sem aldinna. Hani, krummi, hundur, svín er heiti nýrra snaga úr áli eftir þau Ólaf Þór Erlendsson og Silvíu Kristjánsdóttur. Snagana kynntu þau á HönnunarMars í Epal í vor og nú eru fyrstu eintökin komin í framleiðslu. Form sitt og nafn draga snagarnir af gamalli íslenskri þjóðvísu, en Ólafur og Sylvía vinna saman undir heitinu Hár úr hala. „Við höfum bæði áhuga á sögum og það verðurlíklega undirtónninn í okkar vörum," útskýrir Ólafur, en nafn hönnunarteymisins er einmitt fengið úr sögunni um Búkollu. „Þar eru hár úr hala Búkollu notuð til að skapa eitthvað nýtt, eins og við gerum úr efni," bætir hann við. „Vísurnar eru mjög myndrænar og okkur fannst þær henta vel í þetta verkefni," segir Sylvía. „Við hugsum snagana fyrir unga sem aldna. Litirnir eru svartur hvítur og grár svo þeir fara vel inni í forstofu." Snagarnir segja því ekki bara sögu heldur eru þarfaþing og leggja Ólafur og Sylvía bæði áherslu á notagildið í hönnuninni. Snagarnir eru laser-skornir úr plötuáli, beygðir og pólýhúðaðir og hvergi eru suður eða samsetningar. Fyrstu útgáfurnar eru með þremur og fjórum hönkum en von er á minni snögum með tveimur hönkum og einu dýranna úr vísunni, fyrir jólin. Snagarnir er fyrsta vöruhönnun þeirra beggja sem fer í fjöldaframleiðslu. Ólafur er innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður og Sylvía er grafískur hönnuður. Þau stefna nú á að koma fleiri vörum á markað. „Það eru margar hugmyndir á teikniborðinu í þessum sama anda," segir Ólafur og Sylvía tekur undir það, þjóðsögurnar höfði sterkt til þeirra beggja. „Það er ákveðin fortíðarþrá þarna á ferðinni og þjóðleg rómantík sem snertir okkur öll." Til að byrja munu snagarnir fást í Epal Skeifunni, Epal design í Leifsstöð og Epal í Hörpu. Nánar um hönnun Hár úr hala er að finna á harurhala.isheida@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Snagana hugsa Sylvía og Ólafur fyrir barnafatnað en segja þjóðlega rómantíkina í formunum höfða til ungra sem aldinna. Hani, krummi, hundur, svín er heiti nýrra snaga úr áli eftir þau Ólaf Þór Erlendsson og Silvíu Kristjánsdóttur. Snagana kynntu þau á HönnunarMars í Epal í vor og nú eru fyrstu eintökin komin í framleiðslu. Form sitt og nafn draga snagarnir af gamalli íslenskri þjóðvísu, en Ólafur og Sylvía vinna saman undir heitinu Hár úr hala. „Við höfum bæði áhuga á sögum og það verðurlíklega undirtónninn í okkar vörum," útskýrir Ólafur, en nafn hönnunarteymisins er einmitt fengið úr sögunni um Búkollu. „Þar eru hár úr hala Búkollu notuð til að skapa eitthvað nýtt, eins og við gerum úr efni," bætir hann við. „Vísurnar eru mjög myndrænar og okkur fannst þær henta vel í þetta verkefni," segir Sylvía. „Við hugsum snagana fyrir unga sem aldna. Litirnir eru svartur hvítur og grár svo þeir fara vel inni í forstofu." Snagarnir segja því ekki bara sögu heldur eru þarfaþing og leggja Ólafur og Sylvía bæði áherslu á notagildið í hönnuninni. Snagarnir eru laser-skornir úr plötuáli, beygðir og pólýhúðaðir og hvergi eru suður eða samsetningar. Fyrstu útgáfurnar eru með þremur og fjórum hönkum en von er á minni snögum með tveimur hönkum og einu dýranna úr vísunni, fyrir jólin. Snagarnir er fyrsta vöruhönnun þeirra beggja sem fer í fjöldaframleiðslu. Ólafur er innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður og Sylvía er grafískur hönnuður. Þau stefna nú á að koma fleiri vörum á markað. „Það eru margar hugmyndir á teikniborðinu í þessum sama anda," segir Ólafur og Sylvía tekur undir það, þjóðsögurnar höfði sterkt til þeirra beggja. „Það er ákveðin fortíðarþrá þarna á ferðinni og þjóðleg rómantík sem snertir okkur öll." Til að byrja munu snagarnir fást í Epal Skeifunni, Epal design í Leifsstöð og Epal í Hörpu. Nánar um hönnun Hár úr hala er að finna á harurhala.isheida@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp