Gagnrýni

Plastic Ono Band á Iceland Airwaves: Salurinn tæmdist

Plastic Ono Band
Plastic Ono Band
Plastic Ono Band, Norðurljós í Hörpu.



Salurinn var kjaftfullur áður en tónleikar The Plastic Ono Band hófust. Til að hita upp fyrir tónleikana var sýnd heimildarmynd um Yoko Ono og John Lennon og allir virtust spenntir að sjá þessa frægu hljómsveit stíga á svið. Fljótlega eftir að Yoko hóf upp raustina byrjaði fólk þó að tínast úr salnum, enda er söngur hennar langt í frá allra.

Áður en yfir lauk var aðeins fámennur hópur eldheitra Bítlaaðdáenda eftir í salnum. Yoko söng lög af síðustu sólóplötu sinni auk eldri laga, þar á meðal Walking on Thin Ice. Flest lögin voru sveimkennd þar sem Yoko sönglaði eitthvað í hljóðnemann. Svo stigmögnuðust þau með háværum skrækjum Yoko en róuðust aftur í lokin.

Undirleikurinn var mjög góður, með Sean sem hljómsveitarstjóra, en stundum hafði maður á tilfinningunni að Yoko væri að fremja gjörning á sviðinu. Í lokin steig söngkonan úr Tune:Yards á svið og söng lag til heiðurs Yoko. Sú gamla söng með henni í lokin og fór vel á með þeim tveimur. Eftir grúvað lokadjamm þakkaði Yoko fyrir sig og hét því að snúa aftur að ári liðnu. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.