Rolex telur ránið stórt á alþjóðavísu 20. október 2011 07:15 Frank Michelsen í versluninni skömmu eftir að ráðist var þar inn. Engin fingraför hafa fundist og mennirnir þekkjast ekki í öryggismyndavélum. fréttablaðið/vilhelm Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið. Lögregla hefur ekki fundið neinar vísbendingar um að skoti hafi verið hleypt af þegar þrír menn ruddust inn í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum á mánudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Lögregla hefur undir höndum myndir af ræningjunum þar sem þeir voru að athafna sig í versluninni, en þekkir þá ekki. Í gær var því ekki vitað hverjir voru þarna að verki, hverrar þjóðar þeir eru, né hvort þeir hafa komist af landi brott eftir ránið. Þá hefur ekki fundist tangur né tetur af þýfinu. Ránið virðist hafa verið þaulskipulagt. Í bílnum sem mennirnir flúðu á af ránsstað og skildu eftir við Smáragötu voru tvær leikfangabyssur sem þeir notuðu til að ógna fólki í versluninni. Engin fingraför hafa fundist á byssunum, enda voru þeir með hanska, grímur og hettur þegar þeir ruddust inn og þrifu með sér úrin úr tveimur sýningarskápum þar. Myndbandsupptaka úr versluninni sýnir að mennirnir voru örsnöggir að athafna sig og héldu starfsfólkinu í skefjum með leikfangabyssunum, brutu skápana og sópuðu út úr þeim. Lögreglan hefur lýst eftir manni í rauðri úlpu sem upptaka úr öryggismyndavél sýndi að var að sniglast fyrir utan verslunina morguninn sem ránið var framið. Upplýsingar sem almenningur hefur veitt hafa ekki leitt til þess að kennsl hafi verið borin á hann. Af fjórum bílum sem stolið var á höfuðborgarsvæðinu helgina áður en ránið var framið eru þrír komnir í leitirnar. Talið er að einn bílanna hafi ræningjarnir notað til að komast á ránsstað og til að flýja burt eftir verknaðinn. Sá bíll fannst við Smáragötu og þar hverfur slóð ræningjanna. Stolinn bíll sem skilinn var eftir í gangi við Vegamótastíg er jafnvel talinn tengjast málinu, en þó er það ekki fullvíst. jss@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Úraránið í verslun Michelsen úrsmiða þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex. Listi yfir þau úr sem var rænt á mánudag hefur verið afhentur fyrirtækinu og lögreglu, að sögn Franks Michelsen úrsmiðs. Hann gefur ekki upp hversu mörgum úrum var stolið. Frank hefur lofað milljón krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að ránið verði upplýst. Hann segist hafa fengið fjölda ábendinga en bendir fólki á að hafa samband við lögregluna ef það hefur upplýsingar um málið. Lögregla hefur ekki fundið neinar vísbendingar um að skoti hafi verið hleypt af þegar þrír menn ruddust inn í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum á mánudagsmorgun, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Lögregla hefur undir höndum myndir af ræningjunum þar sem þeir voru að athafna sig í versluninni, en þekkir þá ekki. Í gær var því ekki vitað hverjir voru þarna að verki, hverrar þjóðar þeir eru, né hvort þeir hafa komist af landi brott eftir ránið. Þá hefur ekki fundist tangur né tetur af þýfinu. Ránið virðist hafa verið þaulskipulagt. Í bílnum sem mennirnir flúðu á af ránsstað og skildu eftir við Smáragötu voru tvær leikfangabyssur sem þeir notuðu til að ógna fólki í versluninni. Engin fingraför hafa fundist á byssunum, enda voru þeir með hanska, grímur og hettur þegar þeir ruddust inn og þrifu með sér úrin úr tveimur sýningarskápum þar. Myndbandsupptaka úr versluninni sýnir að mennirnir voru örsnöggir að athafna sig og héldu starfsfólkinu í skefjum með leikfangabyssunum, brutu skápana og sópuðu út úr þeim. Lögreglan hefur lýst eftir manni í rauðri úlpu sem upptaka úr öryggismyndavél sýndi að var að sniglast fyrir utan verslunina morguninn sem ránið var framið. Upplýsingar sem almenningur hefur veitt hafa ekki leitt til þess að kennsl hafi verið borin á hann. Af fjórum bílum sem stolið var á höfuðborgarsvæðinu helgina áður en ránið var framið eru þrír komnir í leitirnar. Talið er að einn bílanna hafi ræningjarnir notað til að komast á ránsstað og til að flýja burt eftir verknaðinn. Sá bíll fannst við Smáragötu og þar hverfur slóð ræningjanna. Stolinn bíll sem skilinn var eftir í gangi við Vegamótastíg er jafnvel talinn tengjast málinu, en þó er það ekki fullvíst. jss@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira