Kambur í hrauni, kryppan á Heklu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. október 2011 13:00 Meistaraverkið eftir Ólaf Gunnarsson. Bækur. Meistaraverkið og fleiri sögur. Ólafur Gunnarsson. JPV-útgáfa. Ólafur Gunnarsson sendir nú frá sér sitt fyrsta smásagnasafn eftir nærri fjörutíu ára farsælan feril sem skáldsagnahöfundur. Flestir fara hina leiðina, byrja á smásögum og fikra sig yfir í skáldsagnaformið, eins og smásagan sé atrenna að skáldsögunni. Ólafur veit að svo er ekki, smásagan krefst meiri aga og meitlaðri hugsunar, og hann hefur smásagnaformið fullkomlega á valdi sínu. Sögurnar í Meistaraverkinu og fleiri sögum, fjórtán talsins, eru reyndar töluvert misjafnar að gæðum en í þeim öllum sýnir Ólafur smásagnaforminu þá virðingu sem því ber, lætur hæfilega mikið uppi og skilur á köflum lesandann eftir í örlítilli óvissu um hvað hafi í rauninni gerst í sögunni. Sumar sögurnar, eins og til dæmis Hlákan, Brennan og Gimme Shelter, segja í raun sögu sem hæglega gæti fyllt heila skáldsögu en Ólafi tekst að nýta smásagnaformið út í æsar og rúma innan þess allt sem segja þarf. Aðrar eru svipmyndir, leiftur úr stærri sögu og skilja lesandann eftir þyrstan í meira. Ólafur er sögumaður af guðs náð, eins og aðdáendur skáldsagna hans vita, og persónur hans eru aldrei einhliða og flatar. Hann veit að maður er manni úlfur og í flestum sagnanna birtast svik og grimmd mannsins gagnvart þeim sem honum standa næst í öllum sínum hráslaga. Allir deyða yndið sitt og grimmdin er á köflum svo nístandi að lesanda rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Í öðrum sögum leiftrar kímnigáfan og kaldhæðnin, neyðarleg atvik afhjúpa hégómagirnd og smásálarhátt og persónurnar standa eftir afhjúpaðar og aumkunarverðar. Tímasvið sagnanna spannar allt frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag og stíll hverrar um sig mótast af þeim tímaramma sem henni er settur. Samtöl eru vel skrifuð og sannfærandi og tungutak persónanna skemmtilega mismunandi eftir því á hvaða tíma sagan gerist. Ástir, kynlíf, brennivín og græðgi verða fólki að fótakefli eins og jafnan áður hjá Ólafi og undir yfirborðinu er alltaf ólga, hversu kyrlátt sem það virðist. Lífið er barátta frá a til ö, ef ekki við ytri öfl og annað fólk þá að minnsta kosti við eigin innri djöfla og sú barátta er oftar en ekki upp á líf og dauða. Meistaraverkið og fleiri sögur er ekki gallalaus bók en ber þegar best lætur öll bestu höfundareinkenni Ólafs Gunnarssonar, skemmtir, vekur umhugsun og skilur eftir örlítinn hroll í sálinni. Niðurstaða: Fjórtán ólíkar smásögur frá sagnamanni af guðs náð. Grimmd, húmor og fullkomið vald á forminu. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Meistaraverkið og fleiri sögur. Ólafur Gunnarsson. JPV-útgáfa. Ólafur Gunnarsson sendir nú frá sér sitt fyrsta smásagnasafn eftir nærri fjörutíu ára farsælan feril sem skáldsagnahöfundur. Flestir fara hina leiðina, byrja á smásögum og fikra sig yfir í skáldsagnaformið, eins og smásagan sé atrenna að skáldsögunni. Ólafur veit að svo er ekki, smásagan krefst meiri aga og meitlaðri hugsunar, og hann hefur smásagnaformið fullkomlega á valdi sínu. Sögurnar í Meistaraverkinu og fleiri sögum, fjórtán talsins, eru reyndar töluvert misjafnar að gæðum en í þeim öllum sýnir Ólafur smásagnaforminu þá virðingu sem því ber, lætur hæfilega mikið uppi og skilur á köflum lesandann eftir í örlítilli óvissu um hvað hafi í rauninni gerst í sögunni. Sumar sögurnar, eins og til dæmis Hlákan, Brennan og Gimme Shelter, segja í raun sögu sem hæglega gæti fyllt heila skáldsögu en Ólafi tekst að nýta smásagnaformið út í æsar og rúma innan þess allt sem segja þarf. Aðrar eru svipmyndir, leiftur úr stærri sögu og skilja lesandann eftir þyrstan í meira. Ólafur er sögumaður af guðs náð, eins og aðdáendur skáldsagna hans vita, og persónur hans eru aldrei einhliða og flatar. Hann veit að maður er manni úlfur og í flestum sagnanna birtast svik og grimmd mannsins gagnvart þeim sem honum standa næst í öllum sínum hráslaga. Allir deyða yndið sitt og grimmdin er á köflum svo nístandi að lesanda rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Í öðrum sögum leiftrar kímnigáfan og kaldhæðnin, neyðarleg atvik afhjúpa hégómagirnd og smásálarhátt og persónurnar standa eftir afhjúpaðar og aumkunarverðar. Tímasvið sagnanna spannar allt frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag og stíll hverrar um sig mótast af þeim tímaramma sem henni er settur. Samtöl eru vel skrifuð og sannfærandi og tungutak persónanna skemmtilega mismunandi eftir því á hvaða tíma sagan gerist. Ástir, kynlíf, brennivín og græðgi verða fólki að fótakefli eins og jafnan áður hjá Ólafi og undir yfirborðinu er alltaf ólga, hversu kyrlátt sem það virðist. Lífið er barátta frá a til ö, ef ekki við ytri öfl og annað fólk þá að minnsta kosti við eigin innri djöfla og sú barátta er oftar en ekki upp á líf og dauða. Meistaraverkið og fleiri sögur er ekki gallalaus bók en ber þegar best lætur öll bestu höfundareinkenni Ólafs Gunnarssonar, skemmtir, vekur umhugsun og skilur eftir örlítinn hroll í sálinni. Niðurstaða: Fjórtán ólíkar smásögur frá sagnamanni af guðs náð. Grimmd, húmor og fullkomið vald á forminu.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira