Sævar Karl sýnir verk sínSævar Karl Ólason hefur dvalið langdvölum í Þýskalandi, þar sem hann hefur málað náttúrufegurð við München og notið lífsins eftir að hafa selt tískuvöruverslunina Sævar Karl fyrir fjórum árum.
Sævar hefur náð ágætis tökum á málaralistinni og haldið einkasýningar í Þýskalandi en nú er komið að Íslandi. Sævar hyggst opna sýninguna Plöntur, grænmeti, ávextir og ýmis búsáhöld hinn 1. nóvember á veitingastaðnum Sólon, en sýningin mun standa til 1. desember.

