Flökraði við þæfðri ull 27. október 2011 11:00 Auður Karitas Ásgeirsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Auður Karitas Ásgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti hjá ljósmyndastúdíóinu Magg, var ekkert hrifin af ull sem hráefni þegar hún var við nám. Gömul Álafossflík breytti því þó og nú er hún höfundurinn á bak við ullarflíkurnar í Geysi á Skólavörðustíg. „Ef ég heyrði „þæfð ull“ varð mér flökurt,“ segir hún og hlær. „Svo sá ég ótrúlega eitís prjónaflík á útsölurekka hjá Álafossi sem var svo falleg og þá kviknaði ljós í kollinum á mér að gera 2010-útgáfu af henni,“ segir Auður, sem lagðist í framhaldinu yfir íslenska menningararfinn í hugmyndavinnu. „Ég skoðaði mikið gamlar ljósmyndabækur, gömul íslensk frímerki og vefnað og heimsótti líka byggðasöfn. Flíkurnar eru framleiddar hér á landi hjá Glófa og þar hafa menn mikla þolinmæði gagnvart mér þegar ég er að breyta munstrum og litum. Íslenska ullin er svolítið gróf en voðirnar eru meðhöndlaðar, ýfðar upp á báðum hliðum og mýktar,“ segir hún og virðist alveg hafa tekið ullina í sátt. Spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsflík segir hún slána Auði í uppáhaldi. „Það er fyrsta sláin sem ég gerði. Mér þykir alltaf vænt um hana en hún var upphafið að þessu spennandi verkefni.“ heida@frettabladid.is Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Auður Karitas Ásgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti hjá ljósmyndastúdíóinu Magg, var ekkert hrifin af ull sem hráefni þegar hún var við nám. Gömul Álafossflík breytti því þó og nú er hún höfundurinn á bak við ullarflíkurnar í Geysi á Skólavörðustíg. „Ef ég heyrði „þæfð ull“ varð mér flökurt,“ segir hún og hlær. „Svo sá ég ótrúlega eitís prjónaflík á útsölurekka hjá Álafossi sem var svo falleg og þá kviknaði ljós í kollinum á mér að gera 2010-útgáfu af henni,“ segir Auður, sem lagðist í framhaldinu yfir íslenska menningararfinn í hugmyndavinnu. „Ég skoðaði mikið gamlar ljósmyndabækur, gömul íslensk frímerki og vefnað og heimsótti líka byggðasöfn. Flíkurnar eru framleiddar hér á landi hjá Glófa og þar hafa menn mikla þolinmæði gagnvart mér þegar ég er að breyta munstrum og litum. Íslenska ullin er svolítið gróf en voðirnar eru meðhöndlaðar, ýfðar upp á báðum hliðum og mýktar,“ segir hún og virðist alveg hafa tekið ullina í sátt. Spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsflík segir hún slána Auði í uppáhaldi. „Það er fyrsta sláin sem ég gerði. Mér þykir alltaf vænt um hana en hún var upphafið að þessu spennandi verkefni.“ heida@frettabladid.is
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira