Tinni fyrsta hlutverk Þorsteins 27. október 2011 20:00 Einlægur tinnamaður Þorsteinn Bachmann var rödd Tinna í þeim 39 teiknimyndum sem gerðar voru eftir bókum Hergé. Hann ætlar að sjá nýju Spielberg-myndina um blaðamanninn snjalla.Fréttablaðið/Stefán Kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Einn Íslendingur þekkir sennilega hlutverk hins bráðsnjalla Tinna best en það er Þorsteinn Bachmann leikari. Þorsteinn talaði inn á allar 39 teiknimyndirnar sem gerðar voru eftir sögum Hergé og voru fyrst sýndar fyrir tuttugu árum. Með Þorsteini í liði var Felix Bergsson en Þorsteinn var hins vegar lykilmaður, var bæði Tinni og Kolbeinn kafteinn. „Upprunalega stóð til að ég myndi gera þetta einn en ég fékk Felix í lið með mér og við skiptum meðal annars Sköftunum á milli okkar.“ Þorsteinn rifjar upp að sennilega hafi Tinni verið fyrsta stóra hlutverkið sitt sem atvinnuleikari, hann var nýútskrifaður úr Leiklistarskólanum þegar yfirþýðandi á Sjónvarpinu hafði samband og spurði hvort hann væri ekki tilkippilegur í þetta. „Tinni er slíkur helgidómur í mínu barnshjarta að maður vildi gera vel og þetta varð því mjög vönduð talsetning. Við Felix rifumst mjög oft við tæknimanninn, vildum fá að gera hlutina aftur og gáfum okkur góðan tíma í þetta.“ Þorsteinn er sjálfur mikill Tinnamaður og beið eftir bókunum um blaðamanninn snjalla á sínum yngri árum. „Ég spurði mömmu einu sinni hvað myndi gerast ef Tinni myndi taka upp á því að deyja, hann gat alltaf bjargað öllu,“ segir Þorsteinn, sem reiknar fastlega með því að fara að sjá nýju Tinnamyndina þegar tækifærið gefst. „Ég kemst ekki á föstudaginn, er að fara að sýna Hreinsun, en ég ætla að fara.“- fgg Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Kvikmynd Stevens Spielberg, Ævintýri Tinna, verður frumsýnd um helgina. Einn Íslendingur þekkir sennilega hlutverk hins bráðsnjalla Tinna best en það er Þorsteinn Bachmann leikari. Þorsteinn talaði inn á allar 39 teiknimyndirnar sem gerðar voru eftir sögum Hergé og voru fyrst sýndar fyrir tuttugu árum. Með Þorsteini í liði var Felix Bergsson en Þorsteinn var hins vegar lykilmaður, var bæði Tinni og Kolbeinn kafteinn. „Upprunalega stóð til að ég myndi gera þetta einn en ég fékk Felix í lið með mér og við skiptum meðal annars Sköftunum á milli okkar.“ Þorsteinn rifjar upp að sennilega hafi Tinni verið fyrsta stóra hlutverkið sitt sem atvinnuleikari, hann var nýútskrifaður úr Leiklistarskólanum þegar yfirþýðandi á Sjónvarpinu hafði samband og spurði hvort hann væri ekki tilkippilegur í þetta. „Tinni er slíkur helgidómur í mínu barnshjarta að maður vildi gera vel og þetta varð því mjög vönduð talsetning. Við Felix rifumst mjög oft við tæknimanninn, vildum fá að gera hlutina aftur og gáfum okkur góðan tíma í þetta.“ Þorsteinn er sjálfur mikill Tinnamaður og beið eftir bókunum um blaðamanninn snjalla á sínum yngri árum. „Ég spurði mömmu einu sinni hvað myndi gerast ef Tinni myndi taka upp á því að deyja, hann gat alltaf bjargað öllu,“ segir Þorsteinn, sem reiknar fastlega með því að fara að sjá nýju Tinnamyndina þegar tækifærið gefst. „Ég kemst ekki á föstudaginn, er að fara að sýna Hreinsun, en ég ætla að fara.“- fgg
Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira