Yrsa Sigurðardóttir heillar Þjóðverja 28. október 2011 07:00 Vinsæl í Þýskalandi Yrsa Sigurðardóttir nýtur sívaxandi vinsælda í Þýskalandi. Yfir 50 þúsund eintök hafa selst af nýjustu bók hennar þar í landi. Mynd/Sigurjón Ragnar „Við erum í skýjunum yfir þeim viðtökum sem nýjasta bók Yrsu hefur fengið í Þýskalandi. Nú er bara að sjá hvernig Ég man þig spjarar sig í öðrum löndum,“ segir Pétur Már Ólafsson, bókaútgefandi í Veröld. Í gærmorgun höfðu 53.346 eintök selst af bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, í Þýskalandi. Bókin situr í 24. sæti á metsölulistanum yfir kiljur og hefur verið á listanum í sex vikur samfleytt. Hæst fór bókin í 23. sæti listans. „Þetta er langbesta byrjun Yrsu í Þýskalandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Pétur Már enn fremur. Viðbrögð fjölmiðla hafa sömuleiðis verið jákvæð. Tímaritið Bücher sagði að Ég man þig væri „eitt af meistaraverkum spennubókmenntanna“ og Main Echo sagði að sagan væri „hörkuspennandi og frábærlega tvinnuð saman“. Þá staðhæfir Frankfurter Rundschau að Yrsa sé ein þriggja mikilvægustu kvenglæpasagnahöfunda samtímans. Ég man þig kemur á næstunni út í Noregi, þá í Póllandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og síðan koll af kolli. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Sigurjón Sighvatsson tryggt sér réttinn til að kvikmynda söguna. Aðdáendur Yrsu á Íslandi fá svo nýja bók eftir hana um miðjan nóvember. Sú kallast Brakið og þar er Þóra lögmaður aftur til umfjöllunar. - hdm Lífið Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
„Við erum í skýjunum yfir þeim viðtökum sem nýjasta bók Yrsu hefur fengið í Þýskalandi. Nú er bara að sjá hvernig Ég man þig spjarar sig í öðrum löndum,“ segir Pétur Már Ólafsson, bókaútgefandi í Veröld. Í gærmorgun höfðu 53.346 eintök selst af bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, í Þýskalandi. Bókin situr í 24. sæti á metsölulistanum yfir kiljur og hefur verið á listanum í sex vikur samfleytt. Hæst fór bókin í 23. sæti listans. „Þetta er langbesta byrjun Yrsu í Þýskalandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Pétur Már enn fremur. Viðbrögð fjölmiðla hafa sömuleiðis verið jákvæð. Tímaritið Bücher sagði að Ég man þig væri „eitt af meistaraverkum spennubókmenntanna“ og Main Echo sagði að sagan væri „hörkuspennandi og frábærlega tvinnuð saman“. Þá staðhæfir Frankfurter Rundschau að Yrsa sé ein þriggja mikilvægustu kvenglæpasagnahöfunda samtímans. Ég man þig kemur á næstunni út í Noregi, þá í Póllandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og síðan koll af kolli. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Sigurjón Sighvatsson tryggt sér réttinn til að kvikmynda söguna. Aðdáendur Yrsu á Íslandi fá svo nýja bók eftir hana um miðjan nóvember. Sú kallast Brakið og þar er Þóra lögmaður aftur til umfjöllunar. - hdm
Lífið Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“